Evrópusambandið

Fréttamynd

Trump-tollar geti haft ó­bein á­hrif á Ís­lendinga

Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Al­var­legt við­skipta­stríð“ hafið

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, setti í gær 25 prósenta toll á innflutning á stáli og áli. Evrópusambandið hefur tilkynnt eigin tolla á vörur frá Bandaríkjunum og er útlit fyrir að viðskiptastríð sé hafið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaninn selur lang­mest af vopnum en fram­tíðin ó­viss

Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við Banda­ríkin standi sterkt

Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tals­maður Pútíns hrósar Rubio fyrir um­mæli um leppastríð

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.

Erlent
Fréttamynd

Staða Ís­lands og niður­brot vest­rænnar sam­vinnu

Vestræn samvinna er í dag í sinni dýpstu krísu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vandamálin eiga sér nokkra forsögu. Engu að síður eru þær breytingar sem hafa átt sér stað síðustu vikur svo hraðar og umfangsmiklar, að telja má líklegt að varnarsamstarf Bandaríkjanna og Evrópu muni breytast í grundvallaratriðum á næstu misserum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Innlent
Fréttamynd

Staðan sé betri í dag en í fyrra­dag

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land, Trump og Evrópa – hvað næst?

Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði.

Skoðun
Fréttamynd

Áður ó­séð hegðun Banda­ríkja­manna gagn­vart vinaþjóðum

Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

„Breskir her­menn geta séð um sig sjálfir“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Setur háa tolla á Evrópu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þor­gerður áttar sig á gildi full­veldisins

„Ég held að það sem við þurf­um að passa mest núna er að við lend­um ekki í svari Evr­ópu gagn­vart Banda­ríkj­un­um. Toll­arn­ir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mik­il hætta frá Banda­ríkj­un­um eins og maður kannski upp­haf­lega hélt en auðvitað sér maður að það breyt­ist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið er yndis­legt þegar það hentar

Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Full­yrðir að að­eins Trump hefði getað komið á friðar­við­ræðum

Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa standi á kross­götum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld.

Innlent