Noregur Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. Erlent 3.10.2022 11:01 Dregið úr álframleiðslu í Noregi Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Innherji 28.9.2022 15:01 Hákon krónprins kemur til Íslands í október Hákon, krónprins Noregs, mun heimsækja Ísland í næsta mánuði þar sem hann mun meðal annars sækja hina árlegu ráðstefnu Hringborðs norðurslóða. Innlent 20.9.2022 08:40 Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. Erlent 10.9.2022 11:40 Fær ekki að spila með landsliðinu meðan hann leikur í Rússlandi Norska knattspyrnusambandið hefur bannað Mathias Normann frá þátttöku í landsleikjum á meðan hann er á snærum rússnesks fótboltafélags. Þetta er vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fótbolti 7.9.2022 15:30 Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. Sport 7.9.2022 09:31 Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55 Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41 Einn látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum Einn er látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum í Noregi í dag en aurskriðan eyðilagði hús sem varð á vegi hennar og á helmingur hússins að hafa flust burt með skriðunni. Erlent 2.9.2022 21:58 Carlsen var neyddur til að segja að Ronaldo væri í uppáhaldi Magnus Carlsen, fimmfaldur heimsmeistari í skák, sagði áhugaverða sögu í hlaðvarpsviðtali á dögunum. Hann segir fulltrúa Real Madrid ekki hafa tekið vel í þegar hann sagði Cristiano Ronaldo, þáverandi leikmann liðsins, ekki vera í uppáhaldi. Fótbolti 29.8.2022 12:30 Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:32 Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06 Mímir fann ástina í örmum annars norsks þingmanns Hinn hálf-íslenski Mímir Kristjánsson, sem á sæti á norska þinginu, hefur fundið ástina í örmum þingkonunnar og samflokkskonu sinnar, Sofie Marhaug. Lífið 15.8.2022 10:39 Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Erlent 15.8.2022 08:09 Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. Erlent 14.8.2022 13:46 Skoða það að taka Freyju af lífi Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni. Erlent 12.8.2022 00:02 Tveir myrtir í Otta í Noregi Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn. Erlent 2.8.2022 10:04 „Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Fótbolti 1.8.2022 16:31 Norski kóngurinn keppir á heimsmeistaramótinu á níræðisaldri Haraldur Noregskonungur er 85 ára gamall en tekur engu að síður þessa dagana þátt í heimsmeistaramóti í siglingum. Sport 27.7.2022 17:00 Fiskur fluttur út fyrir 29 milljarða í júní Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmum 29 milljörðum króna í júnímánuði. Það er um 8 prósenta aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12 prósent í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar. Viðskipti innlent 25.7.2022 10:53 Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju. Erlent 20.7.2022 15:30 Carlsen ætlar ekki að verja titil sinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, ætlar ekki að freista þess að verja titil sinn. Hann segist ekki finna fyrir neinum hvata til þess að tefla um titilinn sjötta sinn. Sport 20.7.2022 11:34 Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. Erlent 18.7.2022 23:53 Aflýstum flugferðum fjölgar daglega á meðan SAS reynir að semja við flugmenn Samningaviðræður milli skandínavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins halda áfram í dag. Samningsaðilar hafa fundað síðan á laugardagsmorgun til að reyna að leysa verkfallsástand sem hófst 4. júlí þegar í kringum 900 starfsmenn félagsins fóru í verkfall. Erlent 17.7.2022 07:54 Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum Jasper Pääkkönen, finnskur stórleikari, er staddur á Íslandi að vinna að heimildarmynd um Norður-Atlantshafslaxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að hafa leyft fiskeldi að festa rætur á Íslandi, nánast eftirlitslausu fyrstu árin. Innlent 9.7.2022 10:00 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. Innlent 5.7.2022 11:09 Nokkrum Íslendingum boðið á Michelin-verðlaunaathöfnina Nýr Michelin-leiðarvísir verður kynntur við hátíðlega athöfn í Stafangri í Noregi í dag. Þá kemur í ljós hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum hljóta hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Eigendur tveggja íslenskra veitingahúsa hafa fengið boð á athöfnina. Matur 4.7.2022 14:00 Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. Erlent 4.7.2022 12:02 Norski heimsmeistarinn í skák ætlar nú að keppa á HM í póker Magnus Carlsen er á leiðinni til Las Vegas en ekki þó til að keppa í skák. Sport 30.6.2022 11:31 Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Erlent 28.6.2022 19:57 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 49 ›
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. Erlent 3.10.2022 11:01
Dregið úr álframleiðslu í Noregi Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Innherji 28.9.2022 15:01
Hákon krónprins kemur til Íslands í október Hákon, krónprins Noregs, mun heimsækja Ísland í næsta mánuði þar sem hann mun meðal annars sækja hina árlegu ráðstefnu Hringborðs norðurslóða. Innlent 20.9.2022 08:40
Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. Erlent 10.9.2022 11:40
Fær ekki að spila með landsliðinu meðan hann leikur í Rússlandi Norska knattspyrnusambandið hefur bannað Mathias Normann frá þátttöku í landsleikjum á meðan hann er á snærum rússnesks fótboltafélags. Þetta er vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fótbolti 7.9.2022 15:30
Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. Sport 7.9.2022 09:31
Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41
Einn látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum Einn er látinn eftir að aurskriða féll í Þrændarlögum í Noregi í dag en aurskriðan eyðilagði hús sem varð á vegi hennar og á helmingur hússins að hafa flust burt með skriðunni. Erlent 2.9.2022 21:58
Carlsen var neyddur til að segja að Ronaldo væri í uppáhaldi Magnus Carlsen, fimmfaldur heimsmeistari í skák, sagði áhugaverða sögu í hlaðvarpsviðtali á dögunum. Hann segir fulltrúa Real Madrid ekki hafa tekið vel í þegar hann sagði Cristiano Ronaldo, þáverandi leikmann liðsins, ekki vera í uppáhaldi. Fótbolti 29.8.2022 12:30
Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:32
Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06
Mímir fann ástina í örmum annars norsks þingmanns Hinn hálf-íslenski Mímir Kristjánsson, sem á sæti á norska þinginu, hefur fundið ástina í örmum þingkonunnar og samflokkskonu sinnar, Sofie Marhaug. Lífið 15.8.2022 10:39
Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Erlent 15.8.2022 08:09
Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. Erlent 14.8.2022 13:46
Skoða það að taka Freyju af lífi Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni. Erlent 12.8.2022 00:02
Tveir myrtir í Otta í Noregi Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn. Erlent 2.8.2022 10:04
„Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Fótbolti 1.8.2022 16:31
Norski kóngurinn keppir á heimsmeistaramótinu á níræðisaldri Haraldur Noregskonungur er 85 ára gamall en tekur engu að síður þessa dagana þátt í heimsmeistaramóti í siglingum. Sport 27.7.2022 17:00
Fiskur fluttur út fyrir 29 milljarða í júní Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmum 29 milljörðum króna í júnímánuði. Það er um 8 prósenta aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12 prósent í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar. Viðskipti innlent 25.7.2022 10:53
Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju. Erlent 20.7.2022 15:30
Carlsen ætlar ekki að verja titil sinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, ætlar ekki að freista þess að verja titil sinn. Hann segist ekki finna fyrir neinum hvata til þess að tefla um titilinn sjötta sinn. Sport 20.7.2022 11:34
Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. Erlent 18.7.2022 23:53
Aflýstum flugferðum fjölgar daglega á meðan SAS reynir að semja við flugmenn Samningaviðræður milli skandínavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins halda áfram í dag. Samningsaðilar hafa fundað síðan á laugardagsmorgun til að reyna að leysa verkfallsástand sem hófst 4. júlí þegar í kringum 900 starfsmenn félagsins fóru í verkfall. Erlent 17.7.2022 07:54
Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum Jasper Pääkkönen, finnskur stórleikari, er staddur á Íslandi að vinna að heimildarmynd um Norður-Atlantshafslaxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að hafa leyft fiskeldi að festa rætur á Íslandi, nánast eftirlitslausu fyrstu árin. Innlent 9.7.2022 10:00
Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. Innlent 5.7.2022 11:09
Nokkrum Íslendingum boðið á Michelin-verðlaunaathöfnina Nýr Michelin-leiðarvísir verður kynntur við hátíðlega athöfn í Stafangri í Noregi í dag. Þá kemur í ljós hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum hljóta hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Eigendur tveggja íslenskra veitingahúsa hafa fengið boð á athöfnina. Matur 4.7.2022 14:00
Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. Erlent 4.7.2022 12:02
Norski heimsmeistarinn í skák ætlar nú að keppa á HM í póker Magnus Carlsen er á leiðinni til Las Vegas en ekki þó til að keppa í skák. Sport 30.6.2022 11:31
Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Erlent 28.6.2022 19:57