Rúmenía

Fréttamynd

Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate

Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 

Erlent
Fréttamynd

Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu

Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 

Erlent
Fréttamynd

Engin ára­móta­teiti hjá Tate

Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir.

Erlent
Fréttamynd

Hlakkar í Thun­berg yfir hand­töku Tate

Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans.

Erlent
Fréttamynd

Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu

Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að beita sér fyrir inn­göngu Úkraínu í ESB

Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Fékk kvíðakast í miðjum leik og tapaði óvænt

Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk kvíðakast í miðjum leik er hún tapaði í annarri umferð Opna franska meistaramótsins í París í gær. Halep hefur unnið tvo risatitla á ferli sínum en átti í miklum vandræðum gegn hinni kínversku Zheng Qinwen.

Sport
Fréttamynd

Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, búast við skriflegum svörum við kröfum sínum í næstu viku. Lavrov fundaði í dag með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um spennuna í tengslum við Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn Rúmeníu fallin

Meirihluti á rúmenska þinginu samþykkti í morgun tillögu um vantraust á hendur Florin Citu forsætisráðherra og minnihlutastjórn hans.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land fær fé­lags­skap í græna liðinu

Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Erlent
Fréttamynd

Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“

Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Björn elti mann á skíðum

Rúmenskur maður þurfti að taka á honum stóra sínum um síðustu helgi þegar björn elti hann á harðaspretti þegar maðurinn var að renna sér á skíðum. Aðrir skíðagestir öskruðu á manninn og sögðu honum að fara hraðar yfir.

Erlent
Fréttamynd

Rúmenarnir fengu áheyrn nefndar Evrópuþingsins

Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga

Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag.

Innlent