Reykjavík Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. Innlent 28.4.2023 21:28 Tilkynnt um reyk í tilraunastöðinni að Keldum Allt tiltækt slökkvilið var sent að Keldum í Reykjavík eftir að tilkynnt var um reyk í einu húsa tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum. Innlent 28.4.2023 19:55 Sjö bíla árekstur í Ártúnsbrekku Laust eftir klukkan 17 í dag varð árekstur í Ártúnsbrekku við eldsneytisstöð N1 í austurátt. Alls voru sjö bílar sem lentu saman. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka. Innlent 28.4.2023 18:00 Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Innlent 28.4.2023 16:09 Skatturinn vill slíta Reykjavíkurlistanum Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. Innlent 28.4.2023 10:21 Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. Innlent 28.4.2023 08:30 „Af hverju má mér ekki líða vel?“ Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí. Innlent 27.4.2023 21:45 Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust Innlent 27.4.2023 20:25 Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. Innlent 27.4.2023 16:25 Andi Svavars sveif yfir vötnum þegar Íslandsmet var slegið í tónleikahaldi Sextíu tónlistarmenn, sem voru nánir vinir og kollegar Svavars Péturs Eysteinssonar, eða Prins Póló, stigu á svið í Gamla bíói í gær á styrktartónleikunum Hátíð hirðarinnar. Ekkja Svavars, Berglind Häsler, segir líklegt að Íslandsmet hafi verið slegið í fjölda tónlistarmanna sem kom fram á þessum fjögurra klukkustunda tónleikum. Tónlist 27.4.2023 15:23 Hildur: Málaflokkur fatlaðra skýrir aðeins brot af framúrkeyrslu borgarinnar Rekstrarhalli Reykjavíkurborgar var nærri sexfaldur miðað við fjárhagsáætlun. Halli á A-hluta, sá hluti rekstrar borgarinnar sem fjármagnaður er með skatttekjum, var 15,6 milljarðar króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla. Á sama tíma fyrir ári nam tapið 3,9 milljörðum króna. Hlutfall skulda á móti tekjum jókst á milli ára úr 116 prósentum í 131 prósent. Innherji 27.4.2023 14:51 Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. Innlent 27.4.2023 14:46 Orðræða um hvað fatlað fólk er dýrt niðurlægjandi Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi. Innlent 27.4.2023 14:06 Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. Innlent 27.4.2023 13:27 Bein útsending: Ársuppgjör Reykjavíkurborgar 2022 Ársuppgjör Reykjavíkurborgar vegna ársins 2022 verður kynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14:00. Innlent 27.4.2023 13:00 Grímur í Bestseller selur glæsihýsi í 101 Athafnamaðurinn Grímur Garðarsson, eigandi Bestseller á Íslandi sem rekur tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, Vila og Name It, hefur sett einstakt heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Lífið 27.4.2023 12:31 Til hvers eru skjalasöfn? Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi. Skoðun 27.4.2023 12:30 Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barðavogsmálinu Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur. Innlent 27.4.2023 11:31 Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. Innlent 27.4.2023 10:19 Bankarnir slógu met í mars eftir lántöku borgarinnar Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum. Innherji 27.4.2023 08:52 Íbúar á suðvesturhorninu vakna upp við hvíta jörð Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á suðvesturhorni landsins hafa vaknað upp við hvíta jörð í morgun. Hressilega snjóaði á sunnanverðu og suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Veður 27.4.2023 07:08 Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra. Innlent 27.4.2023 07:01 Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Innlent 26.4.2023 19:31 Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. Innlent 26.4.2023 17:45 Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins. Innlent 25.4.2023 10:44 Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. Innlent 25.4.2023 06:18 „Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Innlent 24.4.2023 21:01 Áreitti fólk við verslunarkjarna og stal bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. Innlent 24.4.2023 06:46 Skúr í ljósum logum í Gufunesi Skúr stóð í ljósum logum í Gufunesi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Tveir dælubílar fóru á vettvang en slökkviliðið segir útkallið hafa verið umfangsminna en talið var í upphafi. Innlent 23.4.2023 23:31 Hrækti á lögreglumann við handtöku Kallað var á lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi á hóteli í miðborginni í dag. Þegar lögregla kom á vettvang hrækti hann á lögreglumann. Innlent 23.4.2023 18:03 « ‹ 108 109 110 111 112 113 114 115 116 … 334 ›
Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. Innlent 28.4.2023 21:28
Tilkynnt um reyk í tilraunastöðinni að Keldum Allt tiltækt slökkvilið var sent að Keldum í Reykjavík eftir að tilkynnt var um reyk í einu húsa tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum. Innlent 28.4.2023 19:55
Sjö bíla árekstur í Ártúnsbrekku Laust eftir klukkan 17 í dag varð árekstur í Ártúnsbrekku við eldsneytisstöð N1 í austurátt. Alls voru sjö bílar sem lentu saman. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka. Innlent 28.4.2023 18:00
Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Innlent 28.4.2023 16:09
Skatturinn vill slíta Reykjavíkurlistanum Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. Innlent 28.4.2023 10:21
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. Innlent 28.4.2023 08:30
„Af hverju má mér ekki líða vel?“ Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí. Innlent 27.4.2023 21:45
Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust Innlent 27.4.2023 20:25
Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. Innlent 27.4.2023 16:25
Andi Svavars sveif yfir vötnum þegar Íslandsmet var slegið í tónleikahaldi Sextíu tónlistarmenn, sem voru nánir vinir og kollegar Svavars Péturs Eysteinssonar, eða Prins Póló, stigu á svið í Gamla bíói í gær á styrktartónleikunum Hátíð hirðarinnar. Ekkja Svavars, Berglind Häsler, segir líklegt að Íslandsmet hafi verið slegið í fjölda tónlistarmanna sem kom fram á þessum fjögurra klukkustunda tónleikum. Tónlist 27.4.2023 15:23
Hildur: Málaflokkur fatlaðra skýrir aðeins brot af framúrkeyrslu borgarinnar Rekstrarhalli Reykjavíkurborgar var nærri sexfaldur miðað við fjárhagsáætlun. Halli á A-hluta, sá hluti rekstrar borgarinnar sem fjármagnaður er með skatttekjum, var 15,6 milljarðar króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla. Á sama tíma fyrir ári nam tapið 3,9 milljörðum króna. Hlutfall skulda á móti tekjum jókst á milli ára úr 116 prósentum í 131 prósent. Innherji 27.4.2023 14:51
Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. Innlent 27.4.2023 14:46
Orðræða um hvað fatlað fólk er dýrt niðurlægjandi Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi. Innlent 27.4.2023 14:06
Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. Innlent 27.4.2023 13:27
Bein útsending: Ársuppgjör Reykjavíkurborgar 2022 Ársuppgjör Reykjavíkurborgar vegna ársins 2022 verður kynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14:00. Innlent 27.4.2023 13:00
Grímur í Bestseller selur glæsihýsi í 101 Athafnamaðurinn Grímur Garðarsson, eigandi Bestseller á Íslandi sem rekur tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, Vila og Name It, hefur sett einstakt heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Lífið 27.4.2023 12:31
Til hvers eru skjalasöfn? Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi. Skoðun 27.4.2023 12:30
Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barðavogsmálinu Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur. Innlent 27.4.2023 11:31
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. Innlent 27.4.2023 10:19
Bankarnir slógu met í mars eftir lántöku borgarinnar Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum. Innherji 27.4.2023 08:52
Íbúar á suðvesturhorninu vakna upp við hvíta jörð Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á suðvesturhorni landsins hafa vaknað upp við hvíta jörð í morgun. Hressilega snjóaði á sunnanverðu og suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Veður 27.4.2023 07:08
Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra. Innlent 27.4.2023 07:01
Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Innlent 26.4.2023 19:31
Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. Innlent 26.4.2023 17:45
Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins. Innlent 25.4.2023 10:44
Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. Innlent 25.4.2023 06:18
„Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Innlent 24.4.2023 21:01
Áreitti fólk við verslunarkjarna og stal bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. Innlent 24.4.2023 06:46
Skúr í ljósum logum í Gufunesi Skúr stóð í ljósum logum í Gufunesi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Tveir dælubílar fóru á vettvang en slökkviliðið segir útkallið hafa verið umfangsminna en talið var í upphafi. Innlent 23.4.2023 23:31
Hrækti á lögreglumann við handtöku Kallað var á lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi á hóteli í miðborginni í dag. Þegar lögregla kom á vettvang hrækti hann á lögreglumann. Innlent 23.4.2023 18:03