Reykjanesbær

Fréttamynd

Fjár­festa fyrir þrjá milljarða í Reykja­nes­bæ og Hafnar­firði

Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefði verið au­ðvelt að koma í veg fyrir bana­slysið

Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 

Innlent
Fréttamynd

Fæddist með einn fót og Ung­frú Ís­land næst á dag­skrá

18 ára stelpa í Reykjanesbæ, sem fæddist bara með einn fót lætur ekkert stöðva sig, enda búin að stunda dans í mörg ár og æfa sund. Næst er það keppnin í ungfrú Ísland. Foreldrum hennar var ráðlagt að fara í þungunarrof þegar þetta var ljóst í 12 vikna sónar.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn slökkvi­liðs­­stjóri á Suður­nesjum

Stjórn Brunavarna Suðurnesja hefur ráðið Eyþór Rúnar Þórarinsson í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja og mun hann hefja störf sem slíkur á næstu dögum. Hann hefur starfaði í liðinu frá árinu 1999.

Innlent
Fréttamynd

Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „araba­landi“

Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast sér­stak­lega með hrauntjörnum sem gætu brostið fram

Hraun rennur áfram úr eldgosinu sem hófst í gær en hægt. Almannavarnir kanna í dag með drónaflugi hvar mögulega hrauntjarnir gætu verið að myndast og hvert þær gætu runnið. Vel er fylgst með öllum helstu innviðum en skyggni er erfitt vegna veðurs. Lokað er á svæðinu og inn í Grindavík. Vilji fólk sjá gosið er mælt með vefmyndavélum.

Innlent
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Kefla­vík Ís­lands­meistari 2024

Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­tals­verðar breytingar á skipu­lagi Kefla­víkur­flug­vallar

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“.

Innlent
Fréttamynd

Tvö flutt á slysa­deild eftir bílveltu

Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. 

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleirum vísað frá Ís­landi

Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hljómahöllin fagnar 10 ára af­mæli með opnu húsi

Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram.

Lífið