Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar 26. ágúst 2025 07:04 Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skóla- og menntamál Grunnskólar Rekstur hins opinbera Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun