Fjallabyggð

Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni
The Rift MTB, ný fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags. Keppt er í tveggja manna liðum þar sem hjólað er í gegnum fjölbreytt landslag Norðurlands. Alls taka 80 keppendur þátt í 40 liðum. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila.

„Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga
Í kvöld barst Veðurstofu tilkynning um minnst sjö borgarísjaka á reki til suðvesturs aðeins um 16 kílómetrum frá strönd Tröllaskaga.

Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ
Áttatíu ára afmælis Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum í Skagafirði verður minnst með samverustund sem hefst við virkjunina klukkan ellefu í fyrramálið, sunnudag. Eigandi virkjunarinnar, Orkusalan, stendur fyrir afmælisfögnuðinum, sem er hluti af hátíðardagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði.

Hnífurinn reyndist grilltangir
Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir.

Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar
Björgunarsveitir í Eyjafirði og á Siglufirði voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna fjögurra göngumanna í sjálfheldu.

Gylfi Ægisson er látinn
Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi.

Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð
Björgunarmenn hjálpuðu í nótt tveimur göngumönnum sem höfðu komið sér í sjálfheldu í Ytrárfjalli norðan við Ólafsfjörð. Björgunarmenn sigu með fólkið niður fjallið og komust allir óhultir af.

Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Hestskarðshnjúki á Norðurlandi síðdegis í kvöld til að aðstoða göngumann sem hafði komið sér í sjálfheldu. Maðurinn slapp ómeiddur.

Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður þar sem hún var kölluð út til að leita göngumanns í sjálfheldu við Hestskarðshnjúk austur af Siglufirði.

Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land
Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga.

Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir
Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna.

Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur
Slökkviliðsmenn slökktu í gær eld sem kom upp í grillhyttunni ofan Siglufjarðar. Forsvarsmenn hyttunnar segja að einhver hljóti að hafa skilið illa við hana eftir grill.

Vonast til að hefja slátrun árið 2028
Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins.

Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði!
Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði.

Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni
Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum.

Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði
Grindhvalavaða sem telur um fjörutíu hvali er föst í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn hafa verið ræstir út til að reyna koma vöðunni aftur á haf út.

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag og stendur til að halda fjölda viðburða um allan landshlutann. Verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ vill auka sýnileika hinsegin samfélagsins á svæðinu.

Steinþór sýknaður í Hæstarétti
Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Steinþóri Einarssyni, sem var ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans.

Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng
„Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“

„Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti“
Sú mikla úrkoma sem hefur mælst í vatnsveðrinu fyrir norðan er veðuratburður sem vænta má á nokkurra áratugafresti að sögn ofanflóðasérfræðings. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir útlitið bjartara en það var í gær því dregið hefur úr úrkomu en áfram er skriðu-og snjóflóðahætta.

Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni
Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá.

Fádæma úrhelli á Ólafsfirði
Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins.

Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna skriðuhættu og vatnavaxta á norðan- og austanverðu landinu. Grjóthrun varð á Siglufjarðarvegi í kvöld og lítil skriða féll í Neskaupstað. Enn er gul viðvörun í gangi á stórum hluta landsins.

Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira
Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Af Alþingi til Fjallabyggðar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er búin að finna sér nýtt starf eftir að hafa verið matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á síðasta ári.

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum
Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“
Samkaup og KSK eignir hafa ákveðið að draga umsókn sína um uppbyggingu nýs verslunarkjarna á Siglufirði til baka vegna „neikvæðrar umræðu“ um málið. Áætlanir gerðu ráð fyrir uppbyggingu á því svæði þar sem nú er tjaldsvæði í miðbænum.

Séra Vigfús Þór Árnason látinn
Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri.

Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga
Birkir Jón Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

„Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“
Veðrið hefur leikið íbúa á Stöðvarfirði grátt síðastliðinn sólarhring. Miklar skemmdir eru á húsum og bærinn allur á floti. Hallgrímskirkja slapp með skrekkinn þegar eldingu laust þar niður.