Akranes

Fréttamynd

Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð ó­vænt“

Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður ráðinn bæjar­stjóri Akra­ness

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða

Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjórn sem ekkert hlustar eða gerir

Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar.

Skoðun
Fréttamynd

Rafmagnsleysinu lokið á Akranesi

Rafmagn er aftur komið á, á stóru svæði á Akranesi. Rafmagnið fór af á þriðja tímanum í nótt og stóðu viðgerðir yfir í allan dag.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magns­laust á Akra­nesi vegna stórrar bilunar

Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt. Í uppfærðri tilkynningu frá Veitum segir að bilunin sé stærri en upphaflega var gert ráð fyrir og að viðgerðarvinna muni standa yfir fram eftir degi.

Innlent
Fréttamynd

Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi

Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjórn sem ekkert veit

Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum. En málið er að þeir geta ekki vitað allt, eins og þeir halda.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég skil stoltur við félagið“

„Það er bara kominn tími á breytingar, hjá báðum aðilum held ég. Þetta var komið gott,“ segir Geir Þorsteinsson um viðskilnaðinn við Knattspyrnufélag ÍA þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri í tæp tvö ár. Þessi fyrrverandi formaður KSÍ til fjölda ár ætla sér að starfa áfram innan fótboltans.

Fótbolti
Fréttamynd

Hæsti stiga­bíll landsins „al­gjör bylting“

Hæsti stigabíll landsins var tekin í notkun á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í haust. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er sá fyrsti sem nær upp í hæstu byggingar bæjarfélagsins. Slökkviliðsstjórinn segir tækið algjöra byltingu.

Innlent
Fréttamynd

„Sagan má ekki vera myllu­steinn“

Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óli Palli poppar Skagann upp

Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ.

Menning