Eldri borgarar

Fréttamynd

ADHD og eldra fólk

Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna?

Skoðun
Fréttamynd

Heimaþjónusta veitt með skjáheimsóknum

Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Um elliglöp

Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með "elliglöp”.

Skoðun
Fréttamynd

Áttræður sigraði Hvannadalshnúk

Hátt í sextíu manns gengu á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, í blíðskaparveðri síðustu helgi en þeir elstu í þeim hópi voru án efa svissnesku félagarnir Sämi Hügli sem er áttræður og Werni Hug sjötugur en þeim tókst að toppa tindinn um hádegi á laugardag í fylgd leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar.

Innlent
Fréttamynd

Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára

Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag.

Innlent