
Bókaútgáfa

„Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi“
Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum.

Salka lendir í ritskoðunarkrumlum Facebook
Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks.

„Hræðilega afbakaðir“ titlar ekkert samanborið við þá upprunalegu
Svokallaður „Tinnafræðingur“ er allt annað en sáttur með að Tinnabækurnar hafi verið þýddar á ný þegar hafið var að endurútgefa þær fyrir tveimur árum. Hann segir það vera synd að yngstu kynslóðir Íslendinga fái ekki að njóta þeirra frábæru þýðinga sem til eru fyrir.

Aðdáendum Tinnabóka brugðið við breytta bókartitla
Aðdáendum myndasagnanna um Tinna var brugðið þegar þeir ráku augun í nafnbreytingu tveggja Tinnabóka í íslenskri þýðingu. Útgefandi boðar breytta tíma og vonar að harðir aðdáendur taki breytingunum ekki of illa.

Stóð ógn af Braga Páli á framhaldsskólaárunum
Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson voru að senda frá sér nýja barna- og unglingabók um körfuboltakrakkana Lóu og Börk. Þeir hafa þekkst síðan í menntaskóla og skemmtu sér mjög vel við skrifin á bókinni Langskot í lífsháska.

Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu
Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum.

Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli
Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn.

„Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“
„Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag.

Skrifar martraðabækur og sækir innblástur úr kennslustofunni
„Ætli ég hafi ekki alltaf vitað það svona innst inni,“ segir barnabókahöfundurinn Rakel. Hún var að gefa út bókina Martröð á netinu. Bókin er framhald af bók hennar, Martröð í Hafnarfirði.

Forsætisráðherra hættir við þátttöku á glæpasagnahátíðinni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir.

Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar
Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda.

Fögnuðu nýrri barnabók með tívolí þema í Nauthólsvík
Út er komin bókin Mía fer í Tívolí. Höfundur bókarinnar er Þórunn Eva G. Pálsdóttir en Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti. Jón Sverrir sonur Þórunnar fékk það skemmtilega hlutverk að aðstoða Bergrúnu og litaði teikningarnar í bókinni.

Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir
Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun.

Betra er brjóstvit en bókvit
Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði.

„Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“
Með huga fullan af hugmyndum og hjarta af eldmóð, réttlætiskennd og baráttuþreki hefur hin 25 ára Sólborg Guðbrandsdóttir lyft grettistaki í forvarna- og fræðslustarfi fyrir börn og unglinga.

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu
Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði
Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs.

Einn helsti höfundur landsins hunsaður
Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl.

Ólafur Ragnar sagður mæra stjórnvisku forseta alræðisstjórnar
Lofi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um stjórnvisku Xi Jinping, forseta Kína, var slegið upp á forsíðu enskumælandi dagblaðsins kínverska kommúnistaflokksins í dag. Þar er haft eftir Ólafi Ragnar að honum þyki mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma.

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll
Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa
Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi.

Ættingjar fordæma útgáfu bókarinnar Elspa – saga konu
Ættingjar Elspu Sigríðar Salberg Olsen fordæma útgáfu nýrrar ævisögu hennar sem Guðrún Frímannsdóttir félagsráðgjafi skráði.

Hverfur í Viðey í ágúst árið 1956
Reykjavík – glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfund kemur út þann 25. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veröld bókaútgáfu.

Útgáfuhóf forsetans fór fram í Sjóminjasafninu
Sögufélag hefur nú gefið út bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og forseta Íslands.

Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók
Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna.

Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap
Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019.

„Fullnægjandi að segja satt“
Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Kötturinn Nói, þróunarstjóri Forlagsins, er allur
Kötturinn Nói, sem sinnti stöðu þróunarstjóra Forlagsins í þau tæplega þrettán ár sem hann lifði, drapst í morgun. Framkvæmdarstjóri bókaútgáfunnar segir starfsfólkið vera í sárum.

Umbi slær á putta stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta
Nýtt álit umboðsmanns Alþingis hlýtur að setja styrkveitingar á Íslandi í uppnám. Í álitinu kemur fram að gögn skorti sem skýri hvers vegna þessi fær styrk og annar ekki.

Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi
Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag.