Framhaldsskólar

Fréttamynd

Fleiri karlkyns nemendur í framhaldsskólum

Fleiri karlkyns nemendur eru nú skráðir í framhaldsskólanám en kvenkyns. Hlutfall karlkyns nemenda eru 53% á móti 47% kvenkyns nemendum. Í tölfræðinni er ekki gert ráð fyrir öðrum kynjum.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara

Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra.

Innlent
Fréttamynd

Kynjakvóti tekinn upp í Versló

Kynjakvóti hefur formlega verið tekinn upp hjá Verslunarskóla Íslands til að reyna að sporna gegn fækkun pilta í skólanum. Skólastjórinn segir nýjar reglur tryggja að hlutfall pilta í skólanum fari ekki undir fjörutíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin

Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er skandall og meiri­háttar skipu­lags­legt stór­slys“

Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur sent menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra athugasemd vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Bogarholtsskóla í Grafarvogi. Skólameistari Borgarholtsskóla tekur undir athugasemdirnar og segir borgarstjóra ekki hafa svarað beiðnum sínum um fund vegna málsins í meira en tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

MR vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir hönd skólans flutti Jóhanna Björk Snorradóttir lagið Distance eftir Yebba.

Tónlist
Fréttamynd

Alltaf til staðar

„Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur í fram­boði til formanns Kennara­sam­bandsins

Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Innlent
Fréttamynd

Magnús sækist eftir formannsembættinu

Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994.

Innlent
Fréttamynd

MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni

Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema.

Innlent
Fréttamynd

Sál­fræðinga í alla fram­halds­skóla landsins!

Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Dyrum Cösu Christi lokað og MR-ingar fá inn í Dómkirkjunni

MR-ingar munu ekki nema í húsinu Casa Christi í vetur. Úttekt var gerð á húsinu og skýrslu um ástand þess skilað fyrir skólabyrjun í haust og varð þá ljóst að ekki sé boðlegt að kenna í húsinu. Nemendur þurfi því að leita yfir Lækjargötuna í von um kennslu.

Innlent