Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir listamannanafninu Auður, hefur sett fallega íbúð sína í austurbænum á sölu. Um er að ræða miðbæjarperlu sem Auðunn segist meyr að skilja við.

Lífið
Fréttamynd

Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann?

Húsnæðisverð hefur sjaldan verið hærra, vextir eru háir og ungt fólk á sífellt erfiðara með að komast inn í eigið húsnæði nema með stuðningi foreldra. Margir festast á leigumarkaði eða neyðast til að búa hjá foreldrum lengur en eðlilegt er. Þetta er orðið svo algengt að það rataði jafnvel inn sem opnunaratriði í Skaupinu. Á sama tíma standa þúsundir nýbygginga til sölu.

Skoðun
Fréttamynd

Íþróttapar keypti ein­býlis­hús í Hafnar­firði á 162 milljónir

Jónína Þórdís Karlsdóttir, körfuboltakona hjá Ármanni og lögfræðingur Húseigendafélagsins, og Viktor Karl Einarsson, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og eigandi Zantino Suits, keyptu 243 fermetra einbýlishús við Sléttahraun 14 í Hafnarfirði. Ásett verð var 169,9 milljónir en þau keyptu það á 161,5 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlut­verk

Akranesbær hefur gengið frá sölu á gamla Landsbankahúsinu á Akranesi sem stefnt er að því að fái nýtt hlutverk. Söluverðið er sjötíu milljónir en það er fyrirtækið Hraun fasteignafélag ehf. sem er kaupandi en ætlunin er að opna hótel og veitingastað í húsinu eftir að það hefur verið gert upp. Þó er lagt upp með að húsið haldi upprunalegum stíl og einkennum sínum eins og kostur er.

Innlent
Fréttamynd

Eig­andi lúxushótels selur miðbæjarperlu

Eigandi lúxushótelsins Deplar Farm Chad R. Pike hefur sett einbýlishús sitt að Smiðjustíg í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Húsið hefur verið bækistöð ferðaþjónustufyrirtækis hans Eleven Experience en uppsett verð er 275 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Berg­þór og Lauf­ey selja slotið

Parið Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Laufey Rún Ketilsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Miðflokksins, hafa sett húsið sitt í Garðabæ á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Inga Tinna selur höllina í Borgar­túni

Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri og eigandi Dineout hefur sett þakíbúð sína í Borgartúni í Reykjavík, sem meðal annars hefur verið umfjöllunarefni í sjónvarpi, á sölu. Uppsett verð er 385 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Hús Björns og Haf­dísar það dýrasta sem hefur verið selt

Björn Kristmann Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, keyptu í desember af félaginu Í toppformi einbýlishús sem stendur við sjávarlóð á Haukanesi í Garðabæ. Verð hússins var 1,2 milljarðar samkvæmt þinglýstu afsali. Fyrst var greint frá á vef Viðskiptablaðsins.

Lífið
Fréttamynd

Segir leigu­sala hækka leigu í takt við skerðingu

Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. 

Neytendur
Fréttamynd

Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu

Fasteignamarkaðurinn er enn kaupendamarkaður, samkvæmt svörum fasteignasala við könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þeim fækkaði hins vegar úr 91 prósent í 79 prósent milli nóvember og desember sem töldu virkni markaðarins frekar litla eða mjög litla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leigan rukkuð mánaðar­lega en ekki í lokin

Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þing­maður selur húsið

Vilhjálmur Árnason þingmaður og eiginkona hans Sigurlaug Pétursdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Þau ætla þó ekki langt og stefna á að næsta heimili verði innan sama hverfis í bænum.

Lífið
Fréttamynd

Fá dag­sektir fyrir villandi verð­skrá

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Byggingastjórann ehf. fyrir að bjóða upp á verðskrá á heimasíðu sinni, Fasteignaskoðun, án þess að gefa upp virðisaukaskatt. Talið er að verðskráin villi fyrir neytendum. 

Neytendur
Fréttamynd

Leysum húsnæðisvandann

Húsnæðisvandinn hefur fylgt okkur í áratugi. Hann birtist í síendurteknum sveiflum: skortur, verðþensla, hrun, stöðnun, síðan aftur skortur og svo framvegis. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir tugi þúsunda fólks sem vantar viðráðanlegar íbúðir og efnahagslífið í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir fá nærri fimmtungs­hlut í Kaldalóni eftir sölu á stóru fast­eigna­safni

Hópur allra helstu lífeyrissjóða landsins munu meðal annars eignast samanlagt nærri tuttugu prósenta hlut í Kaldalóni sem endurgjald vegna sölu á 25 þúsund fermetra eignasafni FÍ Fasteignafélags fyrir ríflega þrettán milljarða. Kaldalón áætlar að rekstrarhagnaður félagsins muni aukast um tæplega 900 milljónir á ársgrundvelli eftir viðskiptin.

Innherji
Fréttamynd

Grind­víkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grinda­vík en verður aldrei eins

Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Kveður fast­eignir fyrir kroppa

Árni Björn Kristjánsson, áhrifavaldur, hlaðvarpsstjórnandi og einkaþjálfari, hefur ákveðið að láta af störfum sem fasteignasali til að einbeita sér að þjálfun, bæði mark- og einkaþjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Gagn­rýna að selj­endur og verk­takar þurfi einir að lækka verð

Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim mark­miðum“

Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn breytir reglum um greiðslu­byrðar­hlut­fall

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. 

Viðskipti innlent