Orkuskipti

Fréttamynd

Heimurinn þarf Bitcoin

Það er ekkert gróðurhús, fyrirtæki eða heimili sem getur sætt sig við það að fá tölvupóst með tilkynningu um það að nú verði rafmagnslaust í viku frá og með miðnætti í kvöld. Það er nánast enginn stórnotandi sem gæti sætt sig við slíkt ástand, annar en þeir sem stunda Bitcoin vinnslu.

Umræðan
Fréttamynd

Hlut­h­af­­ar HS orku „stutt vel við inn­r­i og ytri vöxt “ með hlut­a­fjár­aukn­ing­um

Á sama tíma og HS Orka hefur greitt hluthöfum sínum reglulegar arðgreiðslur hafa hluthafar orkufyrirtækisins stutt vel við innri og ytri vöxt félagsins með hlutafjáraukningum, segir stjórnarformaður Jarðvarma. Fyrirtækið, sem er í einkaeigu, hefur staðið að hlutfallslega mun meiri fjárfestingum í orkuframleiðslu undanfarin ár en Landsvirkjun og Orkuveitan.

Innherji
Fréttamynd

Bónus, við­bót eða um­fram­orka

Undanfarin misseri hefur verið rætt um skerðanlega orku og forgangsorku. Það er ákaflega flókið að reka lokað raforkukerfi 100% endurnýjanlegrar orku þar sem náttúruöflin ráða vinnslugetu hvers árs og ekki er hægt að bæta meiri orku inn á kerfið þegar eftirspurnin eykst.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lags­stefna Ís­lands er í ó­göngum

Það hefur skort umræðu um hvaða áhrif og afleiðingar það hefur fyrir loftslagsstefnuna að Ísland er á allt öðrum stað en langflest önnur ríki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskapnum. Á Íslandi er hlutfallið með því hæsta sem þekkist í heiminum. Loftslagsstefnan kostar íslenskt samfélag – einstaklinga, ríkissjóð og fyrirtæki – þegar háar fjárhæðir, svo nemur mörgum milljörðum á ári. Kostnaðurinn á að óbreyttu eftir að hækka mikið.

Umræðan
Fréttamynd

Verið að taka úr sam­bandi mikil­væg skila­boð til neyt­enda um raf­orku­skort

Með því að veita ráðherra heimild til að ráðstafa forgangsraforku er verið að draga úr hvatanum til að auka framleiðslu og eins kippa úr sambandi mikilvægum skilaboðum til neytenda um raforkuskort, að sögn varaforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og varaformanns Viðreisnar, sem kallar eftir því að komið sé á skilvirkari samkeppnismarkaði með raforku. Framkvæmdastjóri Samorku líkir framkvæmd rammaáætlunar í dag, sem hann segir vera „háð pólitísku valdi,“ við bankakerfið fyrir um hundrað árum.

Innherji
Fréttamynd

Bein út­sending: Er ríkið í stuði?

Nýr markaður fyrir hleðslu og þjónustu fyrir rafbílaeigendur hefur orðið til með orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga veita einkafyrirtækjum harða samkeppni á þessum nýja markaði án þess að það hafi fengið mikla athygli eða umræðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skerðingar eru eðli­legur hluti af rekstri raf­orku­kerfisins

Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi.

Skoðun
Fréttamynd

Orkumálaáróður ráð­herra

Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­skortur og náttúru­legur breyti­leiki

Kallast það orkuskortur þegar lygnir í Danmörku? Er það orkuskortur þegar sólarsellur Kaliforníu hætta framleiðslu að kvöldi? Nei, og það telst ekki endilega orkuskortur þótt lónstaða við virkjanir Landsvirkjunar sé í lakara lagi.

Skoðun
Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun
Fréttamynd

Flýttu mark­miði um að hætta olíu­notkun eftir „rangar upp­lýsingar“ Orku­stofnunar

Ákvörðun við gerð stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar haustið 2021 um að flýta áður yfirlýstu markmiði hvenær Ísland yrði óháð jarðefnaeldsneyti um tíu ár – núna á það að nást ekki síðar en 2040 – var byggð á grunni „rangra upplýsinga“ sem bárust frá Orkustofnun á þeim tíma, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann furðar sig hvernig á því standi að stofnunin virðist ekki geta sinnt hlutverki sínu um að hafa yfirsýn og eftirlit með sölufyrirtækjum raforku og ástandið hvað það varðar minni sumpart á stöðuna á fjármálamarkaði á árunum fyrir fall bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Met slegið í raf­orku­notkun á höfuð­borgar­svæðinu

Mesta rafmagnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi mældist í vikunni en fyrra met hafði staðið frá 2008. Aukin orkunotkun skýrist af orkuskiptum, fólksfjölgun og ferðamannastraumi. Reikna megi með tvöföldun í raforkudreifingu á næstu 20 til 30 árum.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­leg veg­ferð orku­mála

Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Jú, það er á­stæða til að hafa á­hyggjur af næstu árum

„Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig tryggjum við orkuöryggi þjóðar til fram­tíðar?

Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð.

Skoðun
Fréttamynd

Orkuskiptaárið 2023

Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Öfug­snúin um­ræða í orku­málum

Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda?

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum orku­öryggi á stað­reyndum

Sterkar vísbendingar eru um að orkuöryggi almenna markaðarins verði ógnað á árunum 2024-2026. Því upplýsti Landsvirkjun stjórnvöld um stöðuna síðastliðið haust og kallaði eftir því að þau létu greina hana. Íslendingum er að fjölga og það er hagvöxtur í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Jón segir ríkis­stjórnina komna á enda­stöð

Helsti stjórnarandstæðingurinn á þingi núna kemur úr röðum stjórnarþingmanna. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er fulltrúi hundóánægðra þingmanna sem telja fráleitt að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tali um að nú þurfi að gera orkustefnu til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Vísar á­sökun um van­hæfi á bug

Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að þingið nái að afgreiða frumvarp um orkuöryggi sem allra fyrst. Hún bendir framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hefur sakað hana um vanhæfi á að beina áhyggjum sínum að stjórnmálamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Sakar orku­mála­stjóra um van­hæfi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir orkumálastjóra efna til óþarfa átaka um orkumál í nýárspistli sínum og hún sé vanhæf til að taka ákvarðanir vegna framkomu hennar undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Orku­mála­stjóri skipar fyrir­tækjum í fylkingar

Orkumálastjóri fer mikinn í nýárspistli sínum sem birtist í morgun og efnir til óþarfa átaka um markmið sem eiga að vera sameiginleg - að auka vægi grænnar orku á Íslandi. Í greininni er kvartað undan málefnalegri umræðu um orkumál á Íslandi, umræðu sem er löngu tímabær með hliðsjón af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. Í lýðræðissamfélagi er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Í grein sinni býr orkumálastjóri til strámann sem hún fellir svo en það er hins vegar ljúft og skylt að leiðrétta helstu rangfærslur um afstöðu Samtaka iðnaðarins (SI) sem fram koma í umræddri grein.

Skoðun
Fréttamynd

Til um­hugsunar á nýju ári: Al­menningur - þögli hagaðilinn

Ekki þarf að fjölyrða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja getur haft á daglegt líf samfélagsins. Mikil umræða hefur verið um málið að undanförnu - en hvað er nákvæmlega átt við þegar vísað er til orkuöryggis almennings?

Skoðun