Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli

Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Krakkar biðu í ofvæni við hótel Ronaldos

Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“

„Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Einka­klefinn, leiðindin við Aron og tíma­mótin á Ís­landi

Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Blaðamannafundur Åge Hareide: Svekktur en ekki leiður

Þjálfari Íslands, Åge Hareide, var ánægður með frammistöðuna í kvöld en vitaskuld reiður yfir því að tapa leiknum gegn Slóvakíu og þá kannski sérstaklega hvernig sigurmarkið gerðist. Leiknum lauk með 1-2 tapi en þetta var þriðji leikur Íslands í riðlinum og setur það stórt strik í reikninginn við að komast upp úr riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge um Guðlaug: Með mjög mikinn karakter

Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Slóvakíu fyrr í kvöld var þjálfari liðsins, Åge Hareide, spurður út í frammistöðu Guðlaugs Victors Pálssonar en hann missti stjúpföður sinn á dögunum. Guðlaugur átti mjög góðan leik og mátti ekki sjá á honum að hafa orðið fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert: „Hefði átt að klára færin mín betur“

Albert Guðmundsson lék í fremstu víglínu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Albert við iðinn við að koma sér í góðar stöður og færi en náði ekki að reka smiðshöggið á þær sóknir. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Áttum aldrei að tapa þessum leik“

„Menn eru bara gríðarlega svekktir. Það er erfitt að kyngja þessu tapi, það er ekki spurning,“ sagði markaskorari Íslands, Alfreð Finnbogason, eftir svekkjandi 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“

Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar meiddist í upphitun og verður ekki með

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar ekki leik dagsins við Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Hann var upprunalega skráður í byrjunarliðið en meiðsli gerðu vart við sig í upphitun.

Fótbolti