
ASÍ

Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt
Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út.

Ríkið verði að sýna á spilin
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga.

ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu
Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga.

Skoða að taka „stórt skref aftur á bak“ og bíða átekta
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman til fundar í morgun til að ræða hvort gera eigi hlé á samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna þeirrar óvissu sem miklar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga skapi í tengslum við nýja kjarasamninga.

Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum
Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni.

Segir hátterni Play svartan blett á sögu kjarasamningsgerðar
„Hátterni flugfélagsins Play í tengslum við hina meintu „kjarasamningagerð“ og sniðganga þeirra á eina frjálsa stéttarfélagi flugfreyja á Íslandi er svartur blettur á sögu kjarasamningagerðar á Íslandi,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ.

Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur
Tryggja þarf aukið eftirlit á bankamarkaði til að tryggja aukna samkeppni. Þetta kom fram í morgun á málþingi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna. Formaður Neytendasamtakanna segir innlenda greiðslumiðlun mikilvæga í þessu tilliti.

Bein útsending: Íslenska bankakerfið - okur eða almannahagur?
ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna sem stendur milli klukkan 8:30 og 10:30.

„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar.

Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum
Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum.

Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök
Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann.

Frekari vaxtahækkanir óþarfar
Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði.

„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“
Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað.

Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka
Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum.

ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka
Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum.

Ríkið hafi tekið á sig ábyrgð á velferð flóttafólks
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að flóttafólk í sérstaklega berskjaldaðri stöðu sé sent út á götuna, svipt þjónustu og ekki gefinn kostur á að sjá sér farborða í íslensku samfélagi.

Er verið að svindla á starfsfólkinu sem afgreiðir þig í sumarfríinu?
Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann.

„Við höfum ekkert að fela“
Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela.

Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni
Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna.

„Húsnæðismálin eru langmikilvægust“
Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja.

Ferðaþjónustan og stöðugleikinn
Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda.

Í hvernig samfélagi búum við?
Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því.

Baráttan við verðbólguna
Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar.

Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga
Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu.

Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum
Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup.

Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála.

Sólveig Anna segir Eflingu verða sterkari eftir úrsögn úr SGS
Formaður Eflingar fagnar því að Efling fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Forseti ASÍ segir að Efling muni koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.

Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar
Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga.

Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt
Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni.

Úrslit um úrsögn Eflingar úr SGS liggja fyrir síðdegis
Atkvæðagreiðslu félagsmanna Eflingar um úrsögn Félagsins úr Starfsgreinasambandinu lýkur klukkan þrjú í dag. Verði úrsögnin samþykkt hverfur fjölmennasta aðildarfélag SGS úr sambandinu.