Bandaríkin Geislasverð Svarthöfða til sölu Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna. Erlent 7.8.2025 13:30 Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum. Lífið 7.8.2025 12:32 Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Erlent 7.8.2025 11:14 Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Innlent 7.8.2025 10:12 Fúlsaði við þriggja forseta fundi Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Erlent 7.8.2025 10:11 Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 7.8.2025 06:40 Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. Innlent 6.8.2025 23:19 Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 6.8.2025 21:05 Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Innlent 6.8.2025 19:33 Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. Erlent 6.8.2025 16:55 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Erlent 6.8.2025 16:12 Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6.8.2025 15:32 Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Viðskipti innlent 6.8.2025 13:15 Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Erlent 6.8.2025 11:12 Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil. Erlent 6.8.2025 11:09 Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11 Walking Dead-leikkona látin Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri. Lífið 6.8.2025 07:28 Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. Erlent 6.8.2025 06:44 Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Vanræksla við hönnun, vottun og viðhald kafbátarins Títans ollu því að hann fórst í skoðunarferð að Titanic sumarið 2023, samkvæmt skýrslu sem birt var í dag. Erlent 5.8.2025 16:57 Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Erlent 5.8.2025 15:49 Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Bandaríska flugfélagið Alaska Airlines mun hefja beint flug á milli Keflavíkurflugvallar (KEF) og Seattle sumarið 2026. Viðskipti innlent 5.8.2025 12:24 Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Innlent 5.8.2025 12:05 Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Í áratugi beittu alþjóðleg tóbaksfyrirtæki kerfisbundnum aðferðum til að villa um fyrir almenningi um skaðsemi reykinga. Lífið 5.8.2025 11:01 Loni Anderson er látin Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri. Lífið 5.8.2025 07:58 Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Stjórnvöld vestanhafs hyggjast ráðast í tilraunaverkefni þar sem ferðamönnum frá ákveðnum ríkjum verður gert að leggja fram allt að 15.000 dala tryggingu áður en þeir koma til Bandaríkjanna. Erlent 5.8.2025 07:40 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. Erlent 5.8.2025 07:11 Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 5.8.2025 06:39 Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39 „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. Innlent 4.8.2025 19:22 Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Tónlistarmaðurinn Rod Stewart hefur sýnt gervigreindarmyndbönd af Ozzy Osbourne með öðrum látnum tónlistarmönnum á tónleikum sínum upp á síðkastið. Uppátækið hefur vakið reiði og furðu. Lífið 4.8.2025 13:57 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Geislasverð Svarthöfða til sölu Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna. Erlent 7.8.2025 13:30
Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum. Lífið 7.8.2025 12:32
Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Erlent 7.8.2025 11:14
Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Innlent 7.8.2025 10:12
Fúlsaði við þriggja forseta fundi Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Erlent 7.8.2025 10:11
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 7.8.2025 06:40
Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. Innlent 6.8.2025 23:19
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 6.8.2025 21:05
Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Innlent 6.8.2025 19:33
Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. Erlent 6.8.2025 16:55
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Erlent 6.8.2025 16:12
Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6.8.2025 15:32
Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Viðskipti innlent 6.8.2025 13:15
Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Erlent 6.8.2025 11:12
Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil. Erlent 6.8.2025 11:09
Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11
Walking Dead-leikkona látin Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri. Lífið 6.8.2025 07:28
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. Erlent 6.8.2025 06:44
Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Vanræksla við hönnun, vottun og viðhald kafbátarins Títans ollu því að hann fórst í skoðunarferð að Titanic sumarið 2023, samkvæmt skýrslu sem birt var í dag. Erlent 5.8.2025 16:57
Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Erlent 5.8.2025 15:49
Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Bandaríska flugfélagið Alaska Airlines mun hefja beint flug á milli Keflavíkurflugvallar (KEF) og Seattle sumarið 2026. Viðskipti innlent 5.8.2025 12:24
Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Innlent 5.8.2025 12:05
Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Í áratugi beittu alþjóðleg tóbaksfyrirtæki kerfisbundnum aðferðum til að villa um fyrir almenningi um skaðsemi reykinga. Lífið 5.8.2025 11:01
Loni Anderson er látin Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri. Lífið 5.8.2025 07:58
Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Stjórnvöld vestanhafs hyggjast ráðast í tilraunaverkefni þar sem ferðamönnum frá ákveðnum ríkjum verður gert að leggja fram allt að 15.000 dala tryggingu áður en þeir koma til Bandaríkjanna. Erlent 5.8.2025 07:40
Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. Erlent 5.8.2025 07:11
Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 5.8.2025 06:39
Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39
„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. Innlent 4.8.2025 19:22
Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Tónlistarmaðurinn Rod Stewart hefur sýnt gervigreindarmyndbönd af Ozzy Osbourne með öðrum látnum tónlistarmönnum á tónleikum sínum upp á síðkastið. Uppátækið hefur vakið reiði og furðu. Lífið 4.8.2025 13:57
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent