

Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum.
Sumir geirar óttast áhrifin fyrir mönnun þegar erfiðara verður að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli á næsta ári.
Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi.
Viðræður á milli Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamband þeirra eiga að hefjast í næstu viku.
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði.
Bretar hafa ellefu mánuði til að ná samkomulagi um framtíðar fyrirkomulag samskipta sinna við Evrópusambandið eftir að Bretland yfirgaf sambandið formlega klukkan ellefu í gærkvöld.
Margir Bretar fögnuðu í kvöld útgöngunni úr Evrópusambandinu á sama tíma og aðrir syrgðu.
Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili.
Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum.
Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag.
Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu.
Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á næstunni senda ráðherrum í ríkisstjórn hans skýr skilaboð um að þeir eigi að beina öllum sínum kröftum að undirbúningi fyrir hvað gerist eftir Bretland að ríkið yfirgefur ESB, ella verði þeir reknir.
Klukku verður varpað á Downingstræti 10 sem telur niður til útgöngunnar og breskir fánar og ljós eiga að prýða stjórnarhverfið í London þegar Bretar ganga loks úr Evrópusambandinu í lok mánaðar.
Búist er við því að Verkamannaflokkurinn velji sér nýjan leiðtoga í mars þegar Jeremy Corbyn stígur til hliðar eftir kosningaósigurinn í desember.
Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vera sár yfir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða.
Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á.
Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Elísabet Bretlandsdrottning setti í dag þýtt þing landsins er hún hélt ræðu um áætlanir Boris Johnson, forsætisráðherra.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi.
Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær.
Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag.
Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur.
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram.
Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi.
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála.
Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember.
Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi.