Hampiðjan kaupir skosk félög fyrir 1,3 milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:31 Útibú Hampiðjunnar við Skarfagarða. Hampiðjan Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar. Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Sjá meira
Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.
Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Sjá meira