FIFA

Fréttamynd

Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“

Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins.

Lífið
Fréttamynd

Saka FIFA um okur­verð á miðum á HM næsta sumar

Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur.

Fótbolti
Fréttamynd

Saka for­seta FIFA um í­trekuð brot og fara fram á rann­sókn

Form­leg kvörtun hefur verið send til siða­nefndar Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandsins (FIFA) og þar full­yrt að for­seti sam­bandsins, Gianni Infantino, hafi ítrekað brotið á hlut­leysis­skyldu sinni þegar kemur að stjórn­málum. Er þess enn fremur krafist að rannsókn fari fram á ferlinu sem leiddi til þess að Donald Trump, for­seti Bandaríkjanna, hlaut fyrstu friðar­verð­laun FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA setur nettröllin á svartan lista

Alþjóðaknattspyrnusambandið grípur til harðra aðgerða gegn einstaklingum sem hafa sent frá sér hatursfull ummæli og hótanir á alheimsnetinu. Áætlunin er að koma í veg fyrir að þeir mæti á heimsmeistaramótið næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök

Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að hlusta ekki á leikmannasamtök fótboltans en ráðamenn fótboltans eru nú sakaðir um að reyna að fara fram hjá samtökunum með því að stofna sín eigin.

Fótbolti
Fréttamynd

Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári

Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„FIFA getur ekki leyst pólitísk vanda­mál heimsins“

Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum

Gianni Infantino, forseti FIFA, fundaði í Trump-turninum í New York í gær með forkólfum úr suðurameríska knattspyrnusambandinu, CONMEBOL, um þá hugmynd að á HM karla árið 2030 muni hvorki fleiri né færri en 64 lið taka þátt.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni

Samtök knattspyrnuþjálfara á Ítalíu (AIAC) hafa skrifað opinbert bréf þar sem fram kemur krafa þeirra um að Ísrael verði vísað úr öllum íþróttakeppnum vegna grimmilegrar framkomu þeirra og stríðsglæpa á Gaza ströndinni.

Fótbolti