Ísland í dag

Fréttamynd

Jenna segir galið að hver sem er geti sprautað efni inn í húð fólks

Fegrunarmeðferðir eru ekki nýjar á nálinni en vinsældir þeirra hafa aukist mikið undanfarið. Ein af vinsælustu meðferðunum sem hafa rutt sér rúm um allan heim eru meðferðir með fylliefni, og eru margir sem kjósa að láta setja slík efni til dæmis í varir sínar til að auka fyllingu þeirra og fegurð.

Lífið
Fréttamynd

„Mjög stórt og erfitt skref“

Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki.

Lífið
Fréttamynd

Blindir geta nú fengið lánaða sjón

Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf.

Lífið
Fréttamynd

„Fyrir mér er þetta draumaárið“

„Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta“

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir var fertug þegar 16 ára sonur hennar, Orri Ómarsson, féll fyrir eigin hendi í janúarmánuði árið 2010. Guðrún Jóna segir umræðuna um sjálfsvíg vera skammt á veg komna hér á landi og finnst vanta opinskáa umræðu um málefnið en sjálf hefur hún á undanförnum árum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir aðra sem misst hafa ástvini í sjálfsvíg.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki margir sem deyja úr blæðandi magasári“

Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður ætti að vera flestum landsmönnum vel kunnugt, en þar er um að ræða sérútbúin bíl sem keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir heimilislausum einstaklingum skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu.

Lífið