Fréttamynd

Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg

Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ása Ninna kveður Bylgjuna

Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni.

Lífið
Fréttamynd

Will Smith við Davíð Goða: „Haltu á­fram að skapa“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa.

Lífið


Fréttamynd

„Hefði ekki getað óskað mér fal­legri dags“

„Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Vók Ofur­menni slaufað

Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lit­ríkur karakter sem var engum líkur

„Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Hulk Hogan er látinn

Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta

Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Rene Kirby er látinn

Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður.

Lífið
Fréttamynd

Nýr barna­kór Hall­gríms­kirkju stofnaður

Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika.

Menning
Fréttamynd

Ís­land fyrst Norður­landa með EMotor­ad raf­magns­hjól

EMotorad er nýtt og spennandi vörumerki á rafmagnshjólamarkaði sem hefur nú rutt sér til rúms á hér á landi. Ísland var sérstaklega valið til þess að kynna vörurnar fyrir Norðurlandamarkaði því neytendur hérlendis eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir á gæði. Þessi alþjóðlega vaxandi framleiðandi hefur náð fótfestu á mörkuðum eins og Bandaríkjunum, Suður Evrópu, Ástralíu og Mið-Austurlöndum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skemmti­legasti partur dagsins að klæða sig upp

„Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stjörnubarnið komið í heiminn

Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­þekkjan­leg stjarna

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Lífið
Fréttamynd

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Lífið
Fréttamynd

Devin Booker á Ís­landi

Körfuboltastjarnan Devin Booker er staddur á Íslandi og fór bæði í Fjaðrárgljúfur og að eldstöðvum Sundhnúksgígaraðar.

Lífið