Skoðun

Lágir vextir og gott veður með draum­sýn Við­reisnar um inn­göngu í ESB?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við höfum glímt við verðbólgu og háa vexti í of langan tíma þótt loks sjáist til sólar í þeim efnum. Verðbólgan hefur minnkað um helming og hratt vaxtalækkunarferli er hafið. Skýringar á mikilli verðbólgu og háum vöxtum hér á landi er ekki meginefni þessarar greinar. Við höfum við glímt við röð erfiðleika líkt og aðrar þjóðir, s.s. heimsfaraldur og stríð, sem hefur orsakað innflutta verðbólgu.

Skoðun

„Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eigin­lega?

Ragnheiður Stephensen skrifar

Ég hef velt þessu fyrir mér frá því að ég heyrði forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, nota þetta orðatiltæki í viðtali í kvöldfréttum á föstudagskvöld. Þar lýsti hann vonbrigðum yfir því að KÍ og félag lækna væru að þenja sig í kjarabaráttunni. Hann nefndi þessar stéttir ekki með nafni en það var augljóst um hvaða stéttir hann var að ræða.

Skoðun

Hægri­flokkarnir boða ó­jöfnuð fyrir ís­lenska skóla

Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri.

Skoðun

Opin­berir starfs­menn: Bákn eða bú­stólpi?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast.

Skoðun

21 blár

Jón Pétur Zimsen skrifar

Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með.

Skoðun

Ó­heiðar­legur óska­listi Sjálf­stæðis­flokksins

Finnur Ricart Andrason skrifar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga.

Skoðun

Blóðmeramálið að kosninga­máli

Árni Stefán Árnason skrifar

Ný myndbrot, frá York Ditfurth og samstarfskonu hans Sabrinu hjá AWF-TSB, samstarfsfólki mínu við gerð fyrstu heimildamyndarinnar um blóðmeraníðið sýnir endurtekið og grimmt dýraníð.

Skoðun

Stjórn­lyndi og stöðnun

Þórður Magnússon skrifar

Það eru að koma kosningar og efnahagsmálin eru til umræðu. Í skoðanakönnunum flýgur Samfylking með himinskautum og röggsamur formaður flokksins ræðir ágæti skattahækkana og sterkara regluverks. Ef við horfum til Norður Ameríku voru Kanada og Bandaríkin með svipaða landsframleiðslu á mann árið 2014.

Skoðun

Eru kennaralausir skólar fram­tíðin?

Elsa Nore skrifar

Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð.

Skoðun

Hamstrahjól ríkis­út­gjalda

Aron H. Steinsson skrifar

Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr.

Skoðun

Grindavíkin mín

Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar

Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan.

Skoðun

Kvíðakynslóðin

Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir skrifa

Fjórar tillögur að breyttum viðhorfum varðandi snjallsímaeign og samfélagsmiðlanotkun barna.

Skoðun

Ein­hver sú besta for­vörn sem við eigum

Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar

Öflugt og fjölbreytt félagsstarf í heimabyggð skapar grunn fyrir einstaklinga til að blómstra og gefa af sér til samfélagsins. Ein af stóru spurningunum sem við skulum ávallt hafa í huga er „Hvernig get ég gefið af mér til samfélagsins?“

Skoðun

Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi

Yngvi Sighvatsson skrifar

Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað.

Skoðun

Verð­bólga og græðgi

Bjarki Hjörleifsson skrifar

Græðgisbólga eða greedflation, vísar til þess þegar fyrirtæki nýta verðbólgu til að auka hagnað sinn með því að hækka vöruverð meira en nauðsyn krefur. Hagnaður innlendra matvörurisa hefur aukist verulega síðustu misseri. Þetta bendir til þess að fyrirtækin séu að nýta sér aðstæður til að bæta eigin hag og auka framlegð á kostnað neytenda.

Skoðun

Rang­færslu­vaðall Hjartar J.

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri.

Skoðun

Þakkir til þjóðar

Vilhjálmur Árnason skrifar

10. nóvember er runninn upp og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Frá því að ég sat í sal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir ári síðan að hlusta á fulltrúa Palestínu og Ísraels að tala sínu máli um leið og ég fylgdist með í símanum þeim ósköpum sem raungerðust í Grindavík hefur svo margt gerst.

Skoðun

Kæru smiðir, hár­greiðslufólk og píparar!

Víðir Reynisson skrifar

Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu.

Skoðun

Vilja miklu stærra bákn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.

Skoðun

Vantar fleiri lyftara í heil­brigðis­kerfið?

Ragna Sigurðardóttir skrifar

Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins.

Skoðun

Inn­gilding – ný­yrði sem enginn skilur?

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar

Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga.

Skoðun

Að sætta sig við brot á sam­komu­lagi eða ekki

Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar

Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu:

Skoðun

Af­hendum raun­veru­legum eig­endum hlut sinn í Ís­lands­banka til jafns

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur.

Skoðun

Geðheilbrigðismál og lands­byggðin

Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun.

Skoðun

Er píparinn þinn skattsvikari?

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur."

Skoðun