Nottla gegt gaman 14. desember 2004 00:01 Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira