Sigurjón,Súsanna og Gísli Marteinn 21. september 2005 00:01 Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér?
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun