Að kenna gömlum hundi að sitja 24. nóvember 2008 06:30 Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna. Afleiðingin er sú að nú þarf þjóðin að taka á sig 700 milljarða króna neyðarlán frá alþjóðasamfélaginu, vegna hins algjöra dugleysis og ráðaleysis sem ríkisstjórnin hefur sýnt í viðbrögðum sínum við þeirri kreppu sem dunið hefur yfir. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn felur í sér að ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að reiða sig á krónuna, sem flestir telja handónýta, án þess að það komi sérstaklega fram hvernig þeir ætla að gera það. Nefnt er mikilvægi stöðugleika, vextir verði hækkaðir enn meira, gjaldeyrishöftum beitt og já, bankar eiga ekki lengur að fá lán frá Seðlabankanum. Síðan segir í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „...Þetta mun gera okkur kleift að slaka á hömlum á lánveitingum Seðlabankans og smám saman reiða okkur aftur á stýrivexti sem aðalstjórntæki peningamála innan ramma sveigjanlegrar gengisstefnu. Í þessu efni reiknum við með að krónan styrkist fljótt og að verðbólga á ársgrundvelli verði komin í 4,5% við lok ársins 2009 og að krónan styrkist enn frekar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna árið 2010." Hljómar þetta ekki ansi kunnuglega? Hversu oft höfum við ekki heyrt ríkisstjórnina, seðlabankann og greiningardeildirnar tala svona? Og enn hljómar platan, - þrátt fyrir að margir af okkar virtustu hagfræðingum segi að stjórnun peningamála með stýrivöxtum samhliða sveigjanlegri gengisstefnu gangi ekki fyrir þetta pínulitla myntkerfi okkar. Það getur nefnilega verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það eina sem þessi ríkisstjórnarhundur virðist kunna, er að leggjast á bakið og þykjast vera dauður. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna. Afleiðingin er sú að nú þarf þjóðin að taka á sig 700 milljarða króna neyðarlán frá alþjóðasamfélaginu, vegna hins algjöra dugleysis og ráðaleysis sem ríkisstjórnin hefur sýnt í viðbrögðum sínum við þeirri kreppu sem dunið hefur yfir. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn felur í sér að ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að reiða sig á krónuna, sem flestir telja handónýta, án þess að það komi sérstaklega fram hvernig þeir ætla að gera það. Nefnt er mikilvægi stöðugleika, vextir verði hækkaðir enn meira, gjaldeyrishöftum beitt og já, bankar eiga ekki lengur að fá lán frá Seðlabankanum. Síðan segir í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „...Þetta mun gera okkur kleift að slaka á hömlum á lánveitingum Seðlabankans og smám saman reiða okkur aftur á stýrivexti sem aðalstjórntæki peningamála innan ramma sveigjanlegrar gengisstefnu. Í þessu efni reiknum við með að krónan styrkist fljótt og að verðbólga á ársgrundvelli verði komin í 4,5% við lok ársins 2009 og að krónan styrkist enn frekar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna árið 2010." Hljómar þetta ekki ansi kunnuglega? Hversu oft höfum við ekki heyrt ríkisstjórnina, seðlabankann og greiningardeildirnar tala svona? Og enn hljómar platan, - þrátt fyrir að margir af okkar virtustu hagfræðingum segi að stjórnun peningamála með stýrivöxtum samhliða sveigjanlegri gengisstefnu gangi ekki fyrir þetta pínulitla myntkerfi okkar. Það getur nefnilega verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það eina sem þessi ríkisstjórnarhundur virðist kunna, er að leggjast á bakið og þykjast vera dauður. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar