Endurreisn eða annað hrun? Eygló Harðardóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar