Steingrímur skattakrækir Eygló Harðardóttir skrifar 29. desember 2009 06:00 Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun