Svavar Gestsson: Eins og Kristján og Vigdís Svavar Gestsson skrifar 23. apríl 2010 13:17 Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar