Vigdís Hauksdóttir: Styrkjum stoðir Alþingis Vigdís Hauksdóttir skrifar 20. apríl 2010 06:00 Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Megin uppistaða EES samningsins er hið svokallaða fjórfrelsi - sem gengur út á frjálsan flutnings vöru, fólks, þjónustu og fjármagns án landamæra innan Evrópusambandsins. Þarna var lagður grunnur að því gerræðislega og taumlausa fjármálakerfi sem þróaðist hér og í Evrópu sem varð okkur að lokum að falli. Vorið 2001 setti Alþingi tvenn lög sem mörkuðu rammann um sölu bankanna og framtíðarskipan varðandi starfsumhverfi banka á Íslandi undir forystu þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lög nr. 70/2001 kváðu á um heimild til sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum. Samhliða gerði Alþingi með lögum nr. 69/2001 breytingar á þágildandi lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Þær breytingar endurspegluðu m.a. stefnumörkun um að ekki væri rétt að leiða í lög hér á landi beinar takmarkanir á stærð eignarhluta einstakra aðila í fjármálafyrirtækjum. Bankarnir fengu að vaxa óáreittir á grundvelli laga sem Alþingi setti og á grundvelli Evrópusambandsreglna. Í 15. kafla skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi sérstaklega tekið til athugunar hvernig starfsheimildir lánastofnana varðandi sjö tiltekin atriði hefðu breyst í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum og fara þær hér á eftir. Veittar voru auknar heimildir til heimila lánastofnunum að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignum og félögum um fasteignir, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum og til að reka vátryggingafélög. Minni kröfur voru síðan gerðar um rekstrarfyrirkomulag verðbréfafyrirtækja. Þarna sést svart á hvítu hvað lagasetning EES samningsins hafði í för með sér. Taumlaus eftirgjöf á fjármálasviðinu sem íslenskir bankamenn nýttu í topp. Síðan segir í skýrslunni „Í öllum þessum tilvikum voru reglurnar rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana Evrópusambandsins um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES-samningsins að auka starfsheimildir innlendra lánastofnana á þennan hátt, heldur var af samkeppnisástæðum talið nauðsynlegt að löggjöfin yrði sambærileg um þessi atriði og í helstu nágrannalöndunum." Alþingi Íslendinga samþykkti lög samkvæmt ýtrustu reglum Evrópusambandsins án þess að þurfa að gera það. Því spyr ég mig - hví létu stjórnmálamenn þessa tíma undan hótunum auðvaldsins að ekki mætti þrengja þessar reglur hér á landi vegna samkeppnishæfni bankanna á alþjóðamarkaði? Hvers vegna mátti ekki setja stærðarmörk á bankanna? Reglulega var ríkinu hótað málsókn á grunni samkeppnisreglna EES samningsins. Reglulega var því hótað að bankarnir færu úr landi. Löggjafinn er einn hluti þrígreiningar ríkisvaldsins og skal vera sjálfstæður. Það er alvarlegt ef löggjafinn lætur undan þrýstingi frá aðilum utan úr samfélaginu. Auðveldlega má færa fyrir því rök að slök lagasetning undanfarin ár eigi einhvern þátt í því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð. Til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara hörmunga verður að styrkja stoðir Alþingis bæði fjárhagslega og faglega. Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis sem ég hef lagt fram ásamt flestum þingmönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar er fyrsta skrefið, auk ráðgjafar frá þjóðþingum hinna Norðurlandanna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun