Níu dánir á Akureyri Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 25. október 2013 06:00 „Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
„Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta!
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar