Biophilia – verkefni um skapandi kennslu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Hvernig má örva krakka frekar í námi, auka virkni þeirra, vekja með þeim forvitni og gera námið sem skemmtilegast? Um þetta fjallar verkefnið Biophilia sem er eitt af stórum verkefnum formennskuárs Íslands í norrænu samstarfi. Um 2,8 milljónir danskra króna renna til verkefnisins á þessu ári, sem nemur tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Vísindamenn í skólastofunni Verkefnið felst í þróun kennsluaðferða þar sem tónlist, tækni og vísindi eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúrufyrirbærum og eðlisfræði. Hugmyndina má rekja til tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hefðbundið kennsluform er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. Vísindakenningar öðlast líf þar sem krakkarnir fá sjálfir að prófa þær á skemmtilegan og einfaldan hátt og námið verður því fróðlegur leikur sem skilur eftir sig þekkingu og áhuga á frekara námi í tækni og vísindum. Komdu og skoðað‘í kistuna mína Þegar hafa hátt í 30 íslenskir skólar tekið þátt í verkefninu Biophiliu og nú er stefnt að því að börn annars staðar á Norðurlöndunum fái að njóta þess líka. Þróaðar verða svokallaðar kistur sem innihalda kennslumyndbönd, spjaldtölvur og annað tæknilegt sem til þarf. Hvert og eitt Norðurlandanna mun búa að einni kistu sem flyst milli skólanna til að kynna kennsluaðferðina á tungumáli viðkomandi lands. Vísindasöfn á Norðurlöndum munu einnig koma að verkefninu sem og háskólar og menningarsöfn. Á slóðinni biophiliaeducational.org er verkefnið kynnt á myndrænan hátt. Árið 2016 fer fram mat á árangri verkefnisins. Það er von mín að Biophilia takist vel og verði grunnur að þróun nýrra kennsluhátta sem veita börnum og ungmennum gott veganesti út í lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Hvernig má örva krakka frekar í námi, auka virkni þeirra, vekja með þeim forvitni og gera námið sem skemmtilegast? Um þetta fjallar verkefnið Biophilia sem er eitt af stórum verkefnum formennskuárs Íslands í norrænu samstarfi. Um 2,8 milljónir danskra króna renna til verkefnisins á þessu ári, sem nemur tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Vísindamenn í skólastofunni Verkefnið felst í þróun kennsluaðferða þar sem tónlist, tækni og vísindi eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúrufyrirbærum og eðlisfræði. Hugmyndina má rekja til tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hefðbundið kennsluform er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. Vísindakenningar öðlast líf þar sem krakkarnir fá sjálfir að prófa þær á skemmtilegan og einfaldan hátt og námið verður því fróðlegur leikur sem skilur eftir sig þekkingu og áhuga á frekara námi í tækni og vísindum. Komdu og skoðað‘í kistuna mína Þegar hafa hátt í 30 íslenskir skólar tekið þátt í verkefninu Biophiliu og nú er stefnt að því að börn annars staðar á Norðurlöndunum fái að njóta þess líka. Þróaðar verða svokallaðar kistur sem innihalda kennslumyndbönd, spjaldtölvur og annað tæknilegt sem til þarf. Hvert og eitt Norðurlandanna mun búa að einni kistu sem flyst milli skólanna til að kynna kennsluaðferðina á tungumáli viðkomandi lands. Vísindasöfn á Norðurlöndum munu einnig koma að verkefninu sem og háskólar og menningarsöfn. Á slóðinni biophiliaeducational.org er verkefnið kynnt á myndrænan hátt. Árið 2016 fer fram mat á árangri verkefnisins. Það er von mín að Biophilia takist vel og verði grunnur að þróun nýrra kennsluhátta sem veita börnum og ungmennum gott veganesti út í lífið.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar