Ætla að slá heimsmetið í pitsubakstri Freyr Bjarnason skrifar 22. júlí 2014 09:45 Um 26 þúsund manns sóttu Fiskidaginn mikla á síðasta ári. Mynd/Helgi Steinar Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hyggjast slá heimsmetið í pitsubakstri með því að baka 80 til 100 fermetra saltfiskspitsu. Tilefnið er þrjátíu ára afmæli fyrirtækisins Sæplasts. Hver pitsa sem verður bökuð í heilu lagi verður 120 tommur. Fiskidagurinn mikli verður haldinn í fjórtánda sinn helgina eftir verslunarmannahelgina. „Þetta gengur allt samkvæmt venju,“ segir framkvæmdastjórinn Júlíus Júlíusson. Hann bætir við að fleiri nýjungar verði á matseðlinum, þar á meðal fiskipylsur sem kallast filsur. Neðansjávarmyndbönd úr smiðju Erlends Bogasonar kafara verða frumsýnd. Þar sést Erlendur meðal annars klappa steinbítnum Stefaníu eins og um kettling sé að ræða. Dalvíkingarnir Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar verða í sviðsljósinu á kvöldtónleikunum, ásamt öðrum. Sungin verða lög með Meat Loaf, Freddie Mercury, Elvis Presley og Bee Gees, auk Eurovision-slagara. „Þetta verður stærsta tónlistarsýning sem hefur verið sett upp á landsbyggðinni,“ fullyrðir Júlíus og hefur það eftir fyrirtækinu Exton. Kvöldinu lýkur svo með flugeldasýningu. En hvernig verður veðrið? „Það verður það sama og síðustu 13 ár. Það er alltaf gott veður hjá okkur, 7, 9, 13. Alltaf.“ Dalvíkurbyggð Eurovision Fiskidagurinn mikli Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hyggjast slá heimsmetið í pitsubakstri með því að baka 80 til 100 fermetra saltfiskspitsu. Tilefnið er þrjátíu ára afmæli fyrirtækisins Sæplasts. Hver pitsa sem verður bökuð í heilu lagi verður 120 tommur. Fiskidagurinn mikli verður haldinn í fjórtánda sinn helgina eftir verslunarmannahelgina. „Þetta gengur allt samkvæmt venju,“ segir framkvæmdastjórinn Júlíus Júlíusson. Hann bætir við að fleiri nýjungar verði á matseðlinum, þar á meðal fiskipylsur sem kallast filsur. Neðansjávarmyndbönd úr smiðju Erlends Bogasonar kafara verða frumsýnd. Þar sést Erlendur meðal annars klappa steinbítnum Stefaníu eins og um kettling sé að ræða. Dalvíkingarnir Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar verða í sviðsljósinu á kvöldtónleikunum, ásamt öðrum. Sungin verða lög með Meat Loaf, Freddie Mercury, Elvis Presley og Bee Gees, auk Eurovision-slagara. „Þetta verður stærsta tónlistarsýning sem hefur verið sett upp á landsbyggðinni,“ fullyrðir Júlíus og hefur það eftir fyrirtækinu Exton. Kvöldinu lýkur svo með flugeldasýningu. En hvernig verður veðrið? „Það verður það sama og síðustu 13 ár. Það er alltaf gott veður hjá okkur, 7, 9, 13. Alltaf.“
Dalvíkurbyggð Eurovision Fiskidagurinn mikli Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira