Af hverju fá þeir sem hugsa vel um heilsuna stundum krabbamein? Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 2. október 2014 07:00 „Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
„Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun