Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna Eygló Harðardóttir og Manu Sareen og Daginn Høybråten skrifa 27. janúar 2015 07:00 Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Norræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref. Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga. Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru. Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður. Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Þátttaka karla Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla. Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál. Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum. Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings. Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim. Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum. En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum. Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun