Sama aðgengi, sameiginleg réttindi, líka fyrir ömmur Ellen Calmon skrifar 16. apríl 2015 07:00 Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun