Um skipulag miðborgar Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 12. janúar 2016 00:00 Talsverð umræða hefur skapast undanfarið um skipulag miðborgar Reykjavíkur. Það minnir okkur á að skipulag byggðar varðar okkur öll. Það á að skipta okkur máli og á því eigum við að hafa skoðun. En um hvað snýst skipulag miðborgar? Það snýst vissulega um byggingarstíl og útlit einstakra bygginga, en það er þó mun fleira sem ræður úrslitum um það hvort miðborg auðnast að halda aðdráttarafli sínu gagnvart atvinnurekendum, íbúum og gestum.Miðborgin er hjartað Miðborg má segja að sé hjartað í hverri borg. Þar dynur hjartsláttur lykilstofnana samfélagsins, verslunar og ýmiskonar atvinnurekstrar. Og þar býr fólk, allskonar fólk. Miðborgir eru líka gjarnan vettvangur helstu samkoma borgarbúa, hvort sem komið er saman til að gleðjast eða mótmæla. Og þar er lifandi vettvangur óformlegra samskipta borgarbúa og gesta frá degi til dags, á hvaða aldri sem þeir eru og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Húsnæði og rými í miðborgum þurfa að taka mið af þessu.Niður sögunnar Í miðborgum er gjarnan að finna sögulegt upphaf viðkomandi borgar. Töfrar og dýnamík miðborga felast oft í því samspili og jafnvel spennandi togstreitu sem þar er finna á milli gamals og nýs. Það er afrakstur uppbyggingar yfir langan tíma og þess að þar koma saman fjölbreytt notkun og allskonar fólk. Það er það sem við sækjum í, hvort sem það er í miðborg höfuðborgarinnar okkar, eða þegar við heimsækjum borgir í öðrum löndum. Og miðborg er ekki líkleg til að þrífast ef við festum yfirbragð hennar og bæjarmynd við tiltekið tímabil. Þvert á móti, þurfum við í senn að skilja og virða þá sögu sem endurspeglast í byggðinni, um leið og okkar samtími þarf að fá að leggja sitt af mörkum til þróunar miðborgarinnar.Að byggja nýtt í miðborg Hvort sem eingöngu er verið að byggja á stakri lóð, eða stærri reitum í miðborg, er viðfangsefni skipulagsyfirvalda ávallt að greina af alúð og þekkingu hvers taka þarf tillit til varðandi það sem fyrir er og hvað rétt er að byggja – hve mikið, hvernig útfært og fyrir hvaða notkun. Alltaf með það í huga, hvað kemur borgarsamfélaginu og þróun miðborgarinnar best. Það þarf að gæta þess að nýta land vel. Það þarf að gæta að samsvörun við nærliggjandi byggð. Það getur verið gert með því að trappa húshæðir niður þar sem nýtt mætir gömlu. Í öðrum tilvikum getur orðið ofan á að láta nýtt mæta gömlu sem skýrari andstæða. Þýðingarmikill þáttur í endurskipulagningu í miðborg er að tryggja fjölbreytta notkun og lifandi og áhugaverð göturými og torg. Almennt er happasælast að tryggja góða blöndu verslunar, skrifstofa og íbúða í miðborg. Það tryggir líf á götum og ljós í gluggum á ólíkum tímum dags og viku. Jafnframt þarf að forma byggingarreiti og byggingar þannig að tengingar í gegnum byggðina séu góðar og að sem best njóti sólarljóss og skjóls í götu- og torgrýmum.Skammaryrðin byggingarmagn og nýtingarhlutfall Stundum hljómar umræða um skipulagsmál miðborgarinnar eins og hugtökin byggingarmagn og nýtingarhlutfall séu skammaryrði. Vissulega eru til dæmi um að of djarft hafi verið teflt í úthlutun byggingarheimilda. Aðalatriðið er hinsvegar að byggingarmagnið skili samfélaginu gæðum. Land til uppbyggingar í miðborg er takmörkuð auðlind sem skipulagsyfirvöldum ber skylda til að nýta vel, samfélaginu til hagsbóta. Í einhverjum tilvikum getur það þýtt að ráðlegt sé að heimila tiltölulega mikið byggingarmagn á einstökum reitum.Áræði gagnvart hefð Í almennri umræðu um byggingarstíl er ákveðin tilhneiging til að líta svo á að lausnin felist í að byggja nýtt með ásýnd gamals. Við erum svo lánsöm að eiga frábær dæmi í miðborg Reykjavíkur um verðuga fulltrúa byggingarlistar sinnar samtíðar frá ólíkum tímum sem hafa lagt af mörkum til bæjarmyndar og bæjarlífs miðborgarinnar með áræðinni og kunnáttusamri hönnun. Þar má nefna þær opinberu byggingar sem reistar hafa verið í miðborginni á síðustu áratugum - Hörpu, Ráðhús Reykjavíkur, Seðlabankann og hús Hæstaréttar.Eru skipulagsmál leiðinlegt þref? Skipulag byggðar varðar okkur öll. Það stýrir því hvar og hvernig við búum, störfum, verslum og verjum frístundum. Það hefur áhrif á líðan okkar og getur latt okkur eða hvatt til útiveru, hreyfingar og mannlegra samskipta. Og skipulagsmál geta verið skemmtileg. Því miður dettur umræða um skipulagsmál oft í farveg þrefs og tortryggni frekar en samtals með hlustun og lærdómi. Þegar vel tekst til getur skipulagsumræðan hinsvegar verið frjór jarðvegur um það hvernig samfélag við viljum vera og hverskonar umgjörð styður þá samfélagsþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast undanfarið um skipulag miðborgar Reykjavíkur. Það minnir okkur á að skipulag byggðar varðar okkur öll. Það á að skipta okkur máli og á því eigum við að hafa skoðun. En um hvað snýst skipulag miðborgar? Það snýst vissulega um byggingarstíl og útlit einstakra bygginga, en það er þó mun fleira sem ræður úrslitum um það hvort miðborg auðnast að halda aðdráttarafli sínu gagnvart atvinnurekendum, íbúum og gestum.Miðborgin er hjartað Miðborg má segja að sé hjartað í hverri borg. Þar dynur hjartsláttur lykilstofnana samfélagsins, verslunar og ýmiskonar atvinnurekstrar. Og þar býr fólk, allskonar fólk. Miðborgir eru líka gjarnan vettvangur helstu samkoma borgarbúa, hvort sem komið er saman til að gleðjast eða mótmæla. Og þar er lifandi vettvangur óformlegra samskipta borgarbúa og gesta frá degi til dags, á hvaða aldri sem þeir eru og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Húsnæði og rými í miðborgum þurfa að taka mið af þessu.Niður sögunnar Í miðborgum er gjarnan að finna sögulegt upphaf viðkomandi borgar. Töfrar og dýnamík miðborga felast oft í því samspili og jafnvel spennandi togstreitu sem þar er finna á milli gamals og nýs. Það er afrakstur uppbyggingar yfir langan tíma og þess að þar koma saman fjölbreytt notkun og allskonar fólk. Það er það sem við sækjum í, hvort sem það er í miðborg höfuðborgarinnar okkar, eða þegar við heimsækjum borgir í öðrum löndum. Og miðborg er ekki líkleg til að þrífast ef við festum yfirbragð hennar og bæjarmynd við tiltekið tímabil. Þvert á móti, þurfum við í senn að skilja og virða þá sögu sem endurspeglast í byggðinni, um leið og okkar samtími þarf að fá að leggja sitt af mörkum til þróunar miðborgarinnar.Að byggja nýtt í miðborg Hvort sem eingöngu er verið að byggja á stakri lóð, eða stærri reitum í miðborg, er viðfangsefni skipulagsyfirvalda ávallt að greina af alúð og þekkingu hvers taka þarf tillit til varðandi það sem fyrir er og hvað rétt er að byggja – hve mikið, hvernig útfært og fyrir hvaða notkun. Alltaf með það í huga, hvað kemur borgarsamfélaginu og þróun miðborgarinnar best. Það þarf að gæta þess að nýta land vel. Það þarf að gæta að samsvörun við nærliggjandi byggð. Það getur verið gert með því að trappa húshæðir niður þar sem nýtt mætir gömlu. Í öðrum tilvikum getur orðið ofan á að láta nýtt mæta gömlu sem skýrari andstæða. Þýðingarmikill þáttur í endurskipulagningu í miðborg er að tryggja fjölbreytta notkun og lifandi og áhugaverð göturými og torg. Almennt er happasælast að tryggja góða blöndu verslunar, skrifstofa og íbúða í miðborg. Það tryggir líf á götum og ljós í gluggum á ólíkum tímum dags og viku. Jafnframt þarf að forma byggingarreiti og byggingar þannig að tengingar í gegnum byggðina séu góðar og að sem best njóti sólarljóss og skjóls í götu- og torgrýmum.Skammaryrðin byggingarmagn og nýtingarhlutfall Stundum hljómar umræða um skipulagsmál miðborgarinnar eins og hugtökin byggingarmagn og nýtingarhlutfall séu skammaryrði. Vissulega eru til dæmi um að of djarft hafi verið teflt í úthlutun byggingarheimilda. Aðalatriðið er hinsvegar að byggingarmagnið skili samfélaginu gæðum. Land til uppbyggingar í miðborg er takmörkuð auðlind sem skipulagsyfirvöldum ber skylda til að nýta vel, samfélaginu til hagsbóta. Í einhverjum tilvikum getur það þýtt að ráðlegt sé að heimila tiltölulega mikið byggingarmagn á einstökum reitum.Áræði gagnvart hefð Í almennri umræðu um byggingarstíl er ákveðin tilhneiging til að líta svo á að lausnin felist í að byggja nýtt með ásýnd gamals. Við erum svo lánsöm að eiga frábær dæmi í miðborg Reykjavíkur um verðuga fulltrúa byggingarlistar sinnar samtíðar frá ólíkum tímum sem hafa lagt af mörkum til bæjarmyndar og bæjarlífs miðborgarinnar með áræðinni og kunnáttusamri hönnun. Þar má nefna þær opinberu byggingar sem reistar hafa verið í miðborginni á síðustu áratugum - Hörpu, Ráðhús Reykjavíkur, Seðlabankann og hús Hæstaréttar.Eru skipulagsmál leiðinlegt þref? Skipulag byggðar varðar okkur öll. Það stýrir því hvar og hvernig við búum, störfum, verslum og verjum frístundum. Það hefur áhrif á líðan okkar og getur latt okkur eða hvatt til útiveru, hreyfingar og mannlegra samskipta. Og skipulagsmál geta verið skemmtileg. Því miður dettur umræða um skipulagsmál oft í farveg þrefs og tortryggni frekar en samtals með hlustun og lærdómi. Þegar vel tekst til getur skipulagsumræðan hinsvegar verið frjór jarðvegur um það hvernig samfélag við viljum vera og hverskonar umgjörð styður þá samfélagsþróun.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar