Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 21:35 Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. Vísir/GVA Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58