Aðildarumsókn í læstri skúffu Jón Sigurðsson skrifar 27. september 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar