Aðildarumsókn í læstri skúffu Jón Sigurðsson skrifar 27. september 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar