Grunnstoðir og burðarvirki samfélagsins Gunnar Árnason skrifar 24. október 2017 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar