Gráu svæðin í velferðarþjónustu – heimahjúkrun Guðjón Bragason skrifar 23. október 2017 07:00 Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar