Ekkert um okkur án okkar Jökull Ingi Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun