Þreföldun Miklubrautar frá Tjörninni að Þjóðvegi eitt Tryggvi Helgason skrifar 30. apríl 2018 22:32 Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar