Óþolandi staða fyrir ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar