Skúli tryggt sér milljarða króna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 31. ágúst 2018 06:00 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Fréttablaðið/Anton Brink Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Þeir sem kjósa að nýta umræddan kauprétt munu jafnframt fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta útboðsins. Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir skuldabréfaútboðið núna formlega hafið eftir að félaginu hafi tekist að fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta til þess að skrá sig fyrir stórum hluta útboðsins á umræddum kjörum. Ekki liggur fyrir hver endanleg stærð útboðsins verður en ráðgert er að það verði allt að tólf milljarðar króna.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Vextir á skuldabréfunum verða í kringum níu prósent og að sögn Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Skúli segir „jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu móti taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu WOW air þegar félagið verður skráð á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Aðspurður telur hann að flugfélagið verði fullfjármagnað fram að þeim tíma eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Skúli hefur síðustu tvær vikur, ásamt stjórnendum og ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, fundað með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar kynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, en ekki er búist við því að þeir taki þátt í útboðinu. Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna skuldabréfaútboðsins var ekki gert ráð fyrir útgáfu skuldabréfa með kauprétti en þó var ljóst að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundunum með stjórnendum WOW og Pareto. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Þeir sem kjósa að nýta umræddan kauprétt munu jafnframt fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta útboðsins. Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir skuldabréfaútboðið núna formlega hafið eftir að félaginu hafi tekist að fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta til þess að skrá sig fyrir stórum hluta útboðsins á umræddum kjörum. Ekki liggur fyrir hver endanleg stærð útboðsins verður en ráðgert er að það verði allt að tólf milljarðar króna.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Vextir á skuldabréfunum verða í kringum níu prósent og að sögn Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Skúli segir „jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu móti taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu WOW air þegar félagið verður skráð á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Aðspurður telur hann að flugfélagið verði fullfjármagnað fram að þeim tíma eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Skúli hefur síðustu tvær vikur, ásamt stjórnendum og ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities, fundað með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar kynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, en ekki er búist við því að þeir taki þátt í útboðinu. Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna skuldabréfaútboðsins var ekki gert ráð fyrir útgáfu skuldabréfa með kauprétti en þó var ljóst að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundunum með stjórnendum WOW og Pareto.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00
Segir flugfélögin ekki of stór til að falla Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að íslensku flugfélögin séu ekki of stór til að falla og að þjóðarbúið sé í góðri stöðu til að mæta hvers konar áföllum. Hann telur þó mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum í umræðu um stöðu flugfélaganna. 29. ágúst 2018 18:45
Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00
Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44