Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. september 2018 12:30 Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4. Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4.
Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37
Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28
„Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45