Að gefa tjald Árni Gunnarsson skrifar 13. september 2018 07:00 Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun