Skordýrategundum fjölgar á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 8. október 2018 10:07 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir sífellt fleiri skordýrategundir ná að nema land á Íslandi stöð 2 Sífellt fleiri skordýrategundir hafa náð að nema land á Íslandi á undanförnum árum og nýjar tegundir finnast nú reglulega. Sérfræðingur segir að loftslagsbreytingar, aukinn innflutningur og vaxandi áhugi landsmanna á garðrækt skýri þessa þróun að mestu leyti. Skordýrafána Íslands þykir frekar fábrotin sé miðað við önnur lönd og sem dæmi má nefna að það var einungis fyrir rétt rúmum fjörutíu árum sem fyrstu geitungabúin fundust hér landi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að nýir landnemar finnist nú árlega og þessi þróun hafi tekið stökk upp á við á síðustu áratugum.Garðaklaufhali.Getty/Darlyne A. Murawski„Það er neysla, aukinn innflutningur og aðferðir við innflutning eins og gámarnir. Svo líka aukinn áhugi á garðrækt. Þetta var ósköp rýr garðrækt fyrir fimmtíu, sextíu og sjötíu árum. En nú kaupa allir útlenskar plöntur þegar þeir setja í garðinn en það eru fylgifiskar sem koma með plöntunum og þá sérstaklega þeim plöntum sem eru fluttar inn með gróðurmold,“ segir Erling. Loftslagsbreytingar hafi líka sitt að segja en sem dæmi um nýja tegund má nefna garðaklaufhala sem hefur fundist víða um land. „Þetta er tegund sem var að berast hingað með varningi, grænmeti og ávöxtum, alla síðustu öld. Svo gerist það núna fyrir aldamótin að hann hefur sest að og farið að lifa af og fjölga sér hér,“ segir Erling. Dýr Garðyrkja Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Sífellt fleiri skordýrategundir hafa náð að nema land á Íslandi á undanförnum árum og nýjar tegundir finnast nú reglulega. Sérfræðingur segir að loftslagsbreytingar, aukinn innflutningur og vaxandi áhugi landsmanna á garðrækt skýri þessa þróun að mestu leyti. Skordýrafána Íslands þykir frekar fábrotin sé miðað við önnur lönd og sem dæmi má nefna að það var einungis fyrir rétt rúmum fjörutíu árum sem fyrstu geitungabúin fundust hér landi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að nýir landnemar finnist nú árlega og þessi þróun hafi tekið stökk upp á við á síðustu áratugum.Garðaklaufhali.Getty/Darlyne A. Murawski„Það er neysla, aukinn innflutningur og aðferðir við innflutning eins og gámarnir. Svo líka aukinn áhugi á garðrækt. Þetta var ósköp rýr garðrækt fyrir fimmtíu, sextíu og sjötíu árum. En nú kaupa allir útlenskar plöntur þegar þeir setja í garðinn en það eru fylgifiskar sem koma með plöntunum og þá sérstaklega þeim plöntum sem eru fluttar inn með gróðurmold,“ segir Erling. Loftslagsbreytingar hafi líka sitt að segja en sem dæmi um nýja tegund má nefna garðaklaufhala sem hefur fundist víða um land. „Þetta er tegund sem var að berast hingað með varningi, grænmeti og ávöxtum, alla síðustu öld. Svo gerist það núna fyrir aldamótin að hann hefur sest að og farið að lifa af og fjölga sér hér,“ segir Erling.
Dýr Garðyrkja Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira