Skordýrategundum fjölgar á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 8. október 2018 10:07 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir sífellt fleiri skordýrategundir ná að nema land á Íslandi stöð 2 Sífellt fleiri skordýrategundir hafa náð að nema land á Íslandi á undanförnum árum og nýjar tegundir finnast nú reglulega. Sérfræðingur segir að loftslagsbreytingar, aukinn innflutningur og vaxandi áhugi landsmanna á garðrækt skýri þessa þróun að mestu leyti. Skordýrafána Íslands þykir frekar fábrotin sé miðað við önnur lönd og sem dæmi má nefna að það var einungis fyrir rétt rúmum fjörutíu árum sem fyrstu geitungabúin fundust hér landi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að nýir landnemar finnist nú árlega og þessi þróun hafi tekið stökk upp á við á síðustu áratugum.Garðaklaufhali.Getty/Darlyne A. Murawski„Það er neysla, aukinn innflutningur og aðferðir við innflutning eins og gámarnir. Svo líka aukinn áhugi á garðrækt. Þetta var ósköp rýr garðrækt fyrir fimmtíu, sextíu og sjötíu árum. En nú kaupa allir útlenskar plöntur þegar þeir setja í garðinn en það eru fylgifiskar sem koma með plöntunum og þá sérstaklega þeim plöntum sem eru fluttar inn með gróðurmold,“ segir Erling. Loftslagsbreytingar hafi líka sitt að segja en sem dæmi um nýja tegund má nefna garðaklaufhala sem hefur fundist víða um land. „Þetta er tegund sem var að berast hingað með varningi, grænmeti og ávöxtum, alla síðustu öld. Svo gerist það núna fyrir aldamótin að hann hefur sest að og farið að lifa af og fjölga sér hér,“ segir Erling. Dýr Garðyrkja Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sífellt fleiri skordýrategundir hafa náð að nema land á Íslandi á undanförnum árum og nýjar tegundir finnast nú reglulega. Sérfræðingur segir að loftslagsbreytingar, aukinn innflutningur og vaxandi áhugi landsmanna á garðrækt skýri þessa þróun að mestu leyti. Skordýrafána Íslands þykir frekar fábrotin sé miðað við önnur lönd og sem dæmi má nefna að það var einungis fyrir rétt rúmum fjörutíu árum sem fyrstu geitungabúin fundust hér landi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að nýir landnemar finnist nú árlega og þessi þróun hafi tekið stökk upp á við á síðustu áratugum.Garðaklaufhali.Getty/Darlyne A. Murawski„Það er neysla, aukinn innflutningur og aðferðir við innflutning eins og gámarnir. Svo líka aukinn áhugi á garðrækt. Þetta var ósköp rýr garðrækt fyrir fimmtíu, sextíu og sjötíu árum. En nú kaupa allir útlenskar plöntur þegar þeir setja í garðinn en það eru fylgifiskar sem koma með plöntunum og þá sérstaklega þeim plöntum sem eru fluttar inn með gróðurmold,“ segir Erling. Loftslagsbreytingar hafi líka sitt að segja en sem dæmi um nýja tegund má nefna garðaklaufhala sem hefur fundist víða um land. „Þetta er tegund sem var að berast hingað með varningi, grænmeti og ávöxtum, alla síðustu öld. Svo gerist það núna fyrir aldamótin að hann hefur sest að og farið að lifa af og fjölga sér hér,“ segir Erling.
Dýr Garðyrkja Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira