Kristófer: Verðum bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust Árni Jóhannsson skrifar 29. nóvember 2018 22:25 Gormafætur Kristófers hafa skilað ófáum troðslunum vísir/daníel Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00