Hátt í sjötíu milljarða fjárfesting Eaton Vance Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance Management hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum þremur árum og eru í hópi tuttugu stærstu hluthafa í fjölmörgum skráðum félögum. Fréttablaðið/Ernir Fjárfestingar sjóða á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 67 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samanlagt tæpan 31 milljarð króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 29 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu og Heimavöllum samtals ríflega átta milljarða króna. Samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, áttu sjóðirnir hlutabréf í fimmtán skráðum félögum í lok júlí. Eru það einkum tveir sjóðir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eru báðir áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum námu samanlagt 232 milljónum dala, jafnvirði 28,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi, í júlí en sem dæmi nam hlutabréfaeign þeirra í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – samtals 8,8 milljörðum. Þar af áttu sjóðirnir hlutabréf í Reitum fyrir 4,3 milljarða króna. Þá var eign sjóðanna í hlutabréfum tryggingafélaganna þriggja – Sjóvár, TM og VÍS – samanlagt tæplega 4 milljarðar króna í júlímánuði.Eign sjóðanna nam á sama tíma um 4,2 milljörðum króna í Högum og 4,1 milljarði króna í Símanum, svo nokkur dæmi séu tekin. Sjóðir Eaton Vance, sem hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir um þremur árum, eiga einnig lítinn hlut í Kviku banka, sem var skráður á First North markaðinn snemma á þessu ári, en hluturinn var metinn á um 565 þúsund dali, um 70 milljónir króna, í lok júlímánaðar. Seldu sig úr Icelandair Nokkrar breytingar hafa orðið á eignasafni Eaton Vance hér á landi á síðari hluta ársins. Sem dæmi seldu sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í september en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í flugfélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Sjóðirnir seldu jafnframt fyrr í þessum mánuði um 1,2 prósenta hlut í Regin, en verðið var um 435 milljónir sé tekið mið af gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu við söluna, og þá hafa þeir einnig minnkað nokkuð við sig í tryggingafélögunum á undanförnum mánuðum. Á sama tíma hafa sjóðir Eaton Vance hins vegar bætt við hlut sinn í Arion banka og fara þeir nú með ríflega 2,6 prósenta hlut í bankanum. Til samanburðar áttu sjóðirnir um 1,2 prósenta hlut í kjölfar skráningar bankans á hlutabréfamarkað í júní. Stórir í löngum bréfum Sjóðastýringarfyrirtækið átti ríkisskuldabréf fyrir um 248 milljónir dala, jafnvirði 30,6 milljarða króna, í lok júlí og munaði þar mestu um eign sjóða félagsins í löngum bréfum. Þannig áttu þeir 17 milljarða króna í skuldabréfaflokknum RB31 og ríflega 6 milljarða í flokknum RB28. Því til viðbótar veittu sjóðir Eaton Vance Almenna leigufélaginu og Heimavöllum lán fyrr á árinu fyrir samanlagt ríflega átta milljarða króna, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um. Sjóðirnir lánuðu fyrrnefnda félaginu 38,4 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, og því síðarnefnda 28,7 milljónir dala eða sem jafngildir 3,5 milljörðum króna. Báðar fjárfestingarnar voru fyrir milligöngu Fossa markaða. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Fjárfestingar sjóða á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 67 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samanlagt tæpan 31 milljarð króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 29 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu og Heimavöllum samtals ríflega átta milljarða króna. Samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, áttu sjóðirnir hlutabréf í fimmtán skráðum félögum í lok júlí. Eru það einkum tveir sjóðir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eru báðir áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum námu samanlagt 232 milljónum dala, jafnvirði 28,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi, í júlí en sem dæmi nam hlutabréfaeign þeirra í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – samtals 8,8 milljörðum. Þar af áttu sjóðirnir hlutabréf í Reitum fyrir 4,3 milljarða króna. Þá var eign sjóðanna í hlutabréfum tryggingafélaganna þriggja – Sjóvár, TM og VÍS – samanlagt tæplega 4 milljarðar króna í júlímánuði.Eign sjóðanna nam á sama tíma um 4,2 milljörðum króna í Högum og 4,1 milljarði króna í Símanum, svo nokkur dæmi séu tekin. Sjóðir Eaton Vance, sem hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir um þremur árum, eiga einnig lítinn hlut í Kviku banka, sem var skráður á First North markaðinn snemma á þessu ári, en hluturinn var metinn á um 565 þúsund dali, um 70 milljónir króna, í lok júlímánaðar. Seldu sig úr Icelandair Nokkrar breytingar hafa orðið á eignasafni Eaton Vance hér á landi á síðari hluta ársins. Sem dæmi seldu sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í september en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í flugfélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Sjóðirnir seldu jafnframt fyrr í þessum mánuði um 1,2 prósenta hlut í Regin, en verðið var um 435 milljónir sé tekið mið af gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu við söluna, og þá hafa þeir einnig minnkað nokkuð við sig í tryggingafélögunum á undanförnum mánuðum. Á sama tíma hafa sjóðir Eaton Vance hins vegar bætt við hlut sinn í Arion banka og fara þeir nú með ríflega 2,6 prósenta hlut í bankanum. Til samanburðar áttu sjóðirnir um 1,2 prósenta hlut í kjölfar skráningar bankans á hlutabréfamarkað í júní. Stórir í löngum bréfum Sjóðastýringarfyrirtækið átti ríkisskuldabréf fyrir um 248 milljónir dala, jafnvirði 30,6 milljarða króna, í lok júlí og munaði þar mestu um eign sjóða félagsins í löngum bréfum. Þannig áttu þeir 17 milljarða króna í skuldabréfaflokknum RB31 og ríflega 6 milljarða í flokknum RB28. Því til viðbótar veittu sjóðir Eaton Vance Almenna leigufélaginu og Heimavöllum lán fyrr á árinu fyrir samanlagt ríflega átta milljarða króna, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um. Sjóðirnir lánuðu fyrrnefnda félaginu 38,4 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, og því síðarnefnda 28,7 milljónir dala eða sem jafngildir 3,5 milljörðum króna. Báðar fjárfestingarnar voru fyrir milligöngu Fossa markaða.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira